Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvolsvöllur og Bolungarvík slást í för með Háskólalestinni

Ritstjórn Vísindavefsins

Nú hafa tveir skólar til viðbótar hafið samstarf með Vísindavefnum. Nemendur úr Hvolsskóla á Hvolsvelli og Grunnskóla Bolungarvíkur sendu inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Gissur Jónsson frá Hvolsskóla og Soffía Vagnsdóttir og Jóna Guðmunda Hreinsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur sáu um allan undirbúning fyrir hönd sinna skóla.

Sem fyrr voru spurningar nemendanna um allt milli himins og jarðar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Spurningar um áhrif geislavirkni, Icesave og krabbamein sýna að nemendurnir hafa velt fyrir sér ýmsum málefnum sem hafa verið áberandi í þjóðfélaginu upp á síðkastið.


Nemendur úr Grunnskóla Bolungarvíkur sem eru í samstarfi við Vísindavefinn og Háskólalestina.

Enn fremur höfðu margir áhuga á alheiminum og eðli hans. Þar má nefna spurningar um hvernig heimurinn varð til, hvað valdi stjörnuhrapi, hver ráði yfir tunglinu og af hverju við byggjum ekki þar.

Ýmsar aðrar spurningar brunnu á vörum nemendanna, en þeir vildu meðal annars vita hvað jarðgöng stæðu lengi, af hverju fólk væri feitt, af hverju við þyrftum að sofa og af hverju strákar hrifust af brjóstum.

Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum Hvolsvöllur og Bolungarvík.

Næstu verkefni nemendanna við Hvolsskóla á Hvolsvelli og Grunnskóla Bolungarvíkur verða svo að setja saman vefnámskeið og setja inn myndbönd eða hlaðvarp.

Útgáfudagur

7.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvolsvöllur og Bolungarvík slást í för með Háskólalestinni.“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2011. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70855.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 7. apríl). Hvolsvöllur og Bolungarvík slást í för með Háskólalestinni. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70855

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvolsvöllur og Bolungarvík slást í för með Háskólalestinni.“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2011. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvolsvöllur og Bolungarvík slást í för með Háskólalestinni
Nú hafa tveir skólar til viðbótar hafið samstarf með Vísindavefnum. Nemendur úr Hvolsskóla á Hvolsvelli og Grunnskóla Bolungarvíkur sendu inn fjölda spurninga sem starfsfólk Vísindavefsins svaraði því sem næst samstundis. Gissur Jónsson frá Hvolsskóla og Soffía Vagnsdóttir og Jóna Guðmunda Hreinsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur sáu um allan undirbúning fyrir hönd sinna skóla.

Sem fyrr voru spurningar nemendanna um allt milli himins og jarðar og báru augljósan vott um áhuga og skilning þeirra á vísindum. Spurningar um áhrif geislavirkni, Icesave og krabbamein sýna að nemendurnir hafa velt fyrir sér ýmsum málefnum sem hafa verið áberandi í þjóðfélaginu upp á síðkastið.


Nemendur úr Grunnskóla Bolungarvíkur sem eru í samstarfi við Vísindavefinn og Háskólalestina.

Enn fremur höfðu margir áhuga á alheiminum og eðli hans. Þar má nefna spurningar um hvernig heimurinn varð til, hvað valdi stjörnuhrapi, hver ráði yfir tunglinu og af hverju við byggjum ekki þar.

Ýmsar aðrar spurningar brunnu á vörum nemendanna, en þeir vildu meðal annars vita hvað jarðgöng stæðu lengi, af hverju fólk væri feitt, af hverju við þyrftum að sofa og af hverju strákar hrifust af brjóstum.

Hægt er að skoða öll svör við spurningum nemendanna í flokkunum Hvolsvöllur og Bolungarvík.

Næstu verkefni nemendanna við Hvolsskóla á Hvolsvelli og Grunnskóla Bolungarvíkur verða svo að setja saman vefnámskeið og setja inn myndbönd eða hlaðvarp.

...