Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Dagur raunvísindanna í HÍ

Ritstjórn Vísindavefsins

Laugardaginn 2. apríl síðastliðinn buðu Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun almenningi að skoða húsakynni sín og rannsóknir. Vísindavefurinn var með opið hús á skrifstofu sinni í Tæknigarði.

Fjölmargir mættu og var oft þröngt á þingi. Gestir og gangandi gátu skoðað starfsaðstöðu Vísindavefsins en þar má meðal annars finna veggspjöld um eldgos og hæsta fjall sólkerfisins en næsta haust kemur út spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum og ber hún titilinn: Af hverju gjósa fjöll?

Vinningshafinn, Sólrún Dögg, ásamt bróður sínum, Guðjóni Þór.

Margir voru áhugasamir um vísindadagatalið, auk þess sem ritstjórnarmeðlimur voru spurðir út í ýmislegt sem tengist starfsemi Vísindavefsins. Sem fyrr bauð Vísindavefurinn upp á spurningakeppni og gátur. Einhverjir sátu við og fundu að lokum út hver hefði átt fiskinn í gátu Einsteins en fleiri spreyttu sig á hvar fjársjóðurinn væri falinn og hvað Gunna ætti að baka margar kökur.

Um 40 manns tóku þátt í spurningakeppninni. Margir höfðu öll svörin rétt og Sólrún Dögg var dregin út. Hún hlaut að launum eintak af vísindadagatalinu. Vísindavefurinn óskar henni innilega til hamingju og öllum hinum kærlega fyrir þátttökuna og komuna.

Útgáfudagur

2.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Dagur raunvísindanna í HÍ.“ Vísindavefurinn, 2. maí 2011, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70857.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 2. maí). Dagur raunvísindanna í HÍ. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70857

Ritstjórn Vísindavefsins. „Dagur raunvísindanna í HÍ.“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2011. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70857>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Dagur raunvísindanna í HÍ
Laugardaginn 2. apríl síðastliðinn buðu Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun almenningi að skoða húsakynni sín og rannsóknir. Vísindavefurinn var með opið hús á skrifstofu sinni í Tæknigarði.

Fjölmargir mættu og var oft þröngt á þingi. Gestir og gangandi gátu skoðað starfsaðstöðu Vísindavefsins en þar má meðal annars finna veggspjöld um eldgos og hæsta fjall sólkerfisins en næsta haust kemur út spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum og ber hún titilinn: Af hverju gjósa fjöll?

Vinningshafinn, Sólrún Dögg, ásamt bróður sínum, Guðjóni Þór.

Margir voru áhugasamir um vísindadagatalið, auk þess sem ritstjórnarmeðlimur voru spurðir út í ýmislegt sem tengist starfsemi Vísindavefsins. Sem fyrr bauð Vísindavefurinn upp á spurningakeppni og gátur. Einhverjir sátu við og fundu að lokum út hver hefði átt fiskinn í gátu Einsteins en fleiri spreyttu sig á hvar fjársjóðurinn væri falinn og hvað Gunna ætti að baka margar kökur.

Um 40 manns tóku þátt í spurningakeppninni. Margir höfðu öll svörin rétt og Sólrún Dögg var dregin út. Hún hlaut að launum eintak af vísindadagatalinu. Vísindavefurinn óskar henni innilega til hamingju og öllum hinum kærlega fyrir þátttökuna og komuna....