Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Örfyrirlestur: Hvernig hljóma hvalir við Ísland?

Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Elísabet Edda Magnúsdóttir, doktorsnemi í líffræði við HÍ, flytur erindið: Hvernig hljóma hvalir við Ísland?

Umhverfis Ísland finnast að jafnaði um 20 hvalategundir. Hver þessara tegunda hefur þróað með sér ákveðin einkenni. Ólíkt flestum öðrum sjávarspendýrum, til dæmis selum og sæljónum, hafa hvalirnir alfarið sagt skilið við lífið á landi. Hafsvæðin á norðurhveli jarðar eru gífurlega víðáttumikil, dimm og köld, og því er mikilvægt fyrir hvali að vera vel búnir. Líkami hvala sem finnast umhverfis Ísland er sérstaklega hannaður til að takast á við erfiðar aðstæður norðurhvelsins. Spikforði og sérhæft æðakerfi koma í veg fyrir að hvalirnir ofkólni eða ofhitni.

Langreyður (Balaenoptera physalus) er algengur í hafinu umhverfis landið.

Til að rata um hafdjúpin, eiga í samskiptum sín á milli og jafnvel til að finna hver annan, þó að fjarlægðirnar spanni þúsundir kílómetra, nota hvalir fyrst og fremst hljóð og heyrn. Þessi hæfileiki er mjög mikilvægur fyrir hvali á norðlægum slóðum þar sem skyggni er oftast mjög lítið neðansjávar og á veturna eru dagar ákaflega stuttir. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um sérkenni hvala við Íslands og þau margslungnu hljóð sem þeir gefa frá sér.

Mynd:

Útgáfudagur

5.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Hvernig hljóma hvalir við Ísland?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2011. Sótt 18. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70867.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 5. maí). Örfyrirlestur: Hvernig hljóma hvalir við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70867

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Hvernig hljóma hvalir við Ísland?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2011. Vefsíða. 18. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70867>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Stefán Sigurðsson

1972

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild HÍ og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Stefán hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum.