Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Örfyrirlestur: Undur pokadýranna

Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, flytur erindið: Undur pokadýranna.

Pokadýr í Ástralíu eru miklu stærri og fjölbreyttari hópur dýra en margir gera sér grein fyrir. Kengúrur og kóalabirnir koma flestum kunnuglega fyrir sjónir en í þessari fjarlægu heimsálfu leynast margar aðrar furðuverur sem fáir vita um, meðal annars pokamerðir, maurapokar, pokagreifingjar, pokaíkornar og pokamoldvörpur. Eins og nöfnin benda til líkjast sum þessara dýra öðrum alls óskyldum fylgjuspendýrum frá öðrum heimsálfum og hér hefur því orðið samhliða þróun.

Diprotodon var stærsta pokadýr sem vitað er að hafi lifað en það var tveggja metra hátt og vó yfir tvö tonn.

Pokadýr eru af mörgum stærðum og gerðum, minnsta pokamúsin (Planigale ingrami) er einungis 4 grömm en rauðkengúran (Macropus rufus) getur orðið 70-80 kíló. Mörg risapokadýr voru til áður en maðurinn fluttist til Ástralíu en þau dóu öll út fyrir um 47 þúsund árum og talið er að maðurinn hafi haft þar mikil áhrif. Diprotodon var stærsta pokadýr sem vitað er að hafi lifað en það var tveggja metra hátt og vó yfir tvö tonn. Skyldmenni þess í dag eru kóalabirnir og vambar.

Mynd:

Útgáfudagur

5.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „Örfyrirlestur: Undur pokadýranna.“ Vísindavefurinn, 5. maí 2011. Sótt 21. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70868.

Ritstjórn. (2011, 5. maí). Örfyrirlestur: Undur pokadýranna. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70868

Ritstjórn. „Örfyrirlestur: Undur pokadýranna.“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2011. Vefsíða. 21. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70868>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hljóðmúr

Hljóðhraðinn í lofti er um 340 m/s, en það samsvarar 1.220 km/klst. Þegar farartæki eða aðrir hlutir ná þeim hraða er sagt að þau rjúfi hljóðmúrinn. Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Hljóðmúrinn var fyrst rofinn árið 1947.