Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Örfyrirlestur: Getum við hjálpað regnskógunum?

Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, flytur erindið: Getum við hjálpað regnskógunum?

Ástand regnskóga heimsins hefur lengi verið slæmt en núna er tíminn hreinlega að renna út í Indónesíu og Malasíu. Ástæðan er pálmaolía, sem unnin er úr olíupálmanum Elaeis guineensis og er sett í súkkulaði, kex, morgunkorn, kjöt, brauð, sjampó, sápu, eldsneyti og margt fleira. Það versta er að almenningur hefur ekki hugmynd um þetta og styður því ómeðvitað eyðingu regnskóganna á hverjum degi.

Með áframhaldandi eyðingu regnskóganna gætu villtir órangútanar dáið út á næstu tveimur áratugum.

Pálmaolía, sem ekki má rugla saman við kókosolíu, er oft ekki merkt í innihaldslýsingu þeirra vara sem við kaupum, heldur stendur aðeins jurtaolía á pakkningunum. Þessi gífurlega neysla veldur því að regnskógar í SA-Asíu eru óðum að hverfa og með þeim lífríki skóganna, þar á meðal órangútanar. Með áframhaldandi eyðingu er talið að villtir órangútanar deyi út á næstu 10-20 árum.

Mynd:

Útgáfudagur

5.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Getum við hjálpað regnskógunum?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2011. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=70869.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 5. maí). Örfyrirlestur: Getum við hjálpað regnskógunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70869

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Getum við hjálpað regnskógunum?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2011. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70869>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.