Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Örfyrirlestur: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Bryndís Brandsdóttir hjá Raunvísindastofnun Háskólans flytur erindið: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið.

Landslag í Kelduhverfi er mótað af sprungusveimum Þeistareykja og Kröflu. Gjár Kröflukerfisins liggja um austurhluta sveitarinnar en sprungusveimur Þeistareykja teygir sig frá Tjörnesgrunni um vestanvert Kelduhverfi, Þeistareyki og suður í Mývatnssveit. Sprungusveimur Þeistareykjakerfisins myndar vesturjaðar gosbeltisins. Sprungusveimurinn einkennist af fjölda gliðnunarsprungna á láglendi og gríðarmiklum siggengjum til fjalla þar sem hann tengist misgengjum Tjörnesbrotabeltisins, þar á meðal Húsavíkur-Flateyjarkerfinu. Jarðskjálftavirkni innan sprungusveima eldstöðvakerfanna er bundin við kvikuumbrotahrinur sem hrint geta af stað stærri skjálftum á misgengjum Tjörnesbrotabeltisins, í Öxarfirði og á Reykjaheiði. Gjár í austanverðu Kelduhverfi gliðnuðu við kvikuhlaup frá Kröflu í desember 1975, sem hleypti af stað Kópaskersskjálftanum, 13. janúar 1976.

Sögulegar heimildir nefna tvær jarðskjálftahrinur innan sprungusveims Þeistareykja sem ollu tjóni í vestanverðu Kelduhverfi. Fyrri skjálftahrinan stóð frá hausti og fram að jólum 1618. Seinni hrinan hófst í nóvember 1884 og stóð fram í janúar 1885. Þá varð skjálfti nálægt Víkingavatni sem metinn hefur verið af svipaðri stærð og Kópaskerskjálftinn. Nýjar gjár mynduðust í hraununum og á söndunum norðan við byggðina. Atburðarás umbrotanna vestast í Kelduhverfi í janúar 1885 er sambærileg gliðnunarumbrotunum austar í sveitinni við kvikuhlaupin frá Kröflu í desember 1975 og janúar 1978.

Þrátt fyrir að ekki hafi orðið eldgos við Þeistareyki frá því Yngra Þeistareykjahraun rann fyrir um 2500 árum viðhalda grunnstæð kvikuinnskot þar töluverðri jarðhitavirkni. Landmælingar gefa til kynna að á árinu 2008 hafi kvika leitað upp undir svæðið nálægt Stórahver í Þeistareykjahrauni þó allt sé þar með kyrrum kjörum núna. Gliðnunaratburðir í gosbeltinu geta haft áhrif á Tjörnesbrotabeltið. Líklegt verður að telja að orsakasamhengi sé á milli jarðskjálftana austan Húsavíkur á gamlársdag 1867 og eldgossins við Mánáreyjar um sömu áramót.

Þessi umbrotahrina hélt áfram með frekari jarðskjálftum til vesturs eftir Húsavíkur-Flateyjarkerfinu í apríl 1872, skjálftum við Húsavík eða á Reykjaheiði í nóvember 1884 og lauk sennilega með Víkingavatnsskjálftanum í janúar 1885. Þar sem fréttir í dagblöðum af náttúruhamförunum eru takmarkaðar er æskilegt að leitað verði frekari upplýsinga í skjala- og bréfasöfnum sem og dagbókum Þingeyinga frá þessum tíma.

Útgáfudagur

12.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið.“ Vísindavefurinn, 12. maí 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70871.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 12. maí). Örfyrirlestur: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70871

Ritstjórn Vísindavefsins. „Örfyrirlestur: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið.“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70871>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Örfyrirlestur: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið
Háskólalestin og Vísindavefurinn standa að örfyrirlestraröð í sumar á öllum áfangastöðum Háskólalestarinnar. Í boði eru fjölmargir stuttir fyrirlestrar.

Bryndís Brandsdóttir hjá Raunvísindastofnun Háskólans flytur erindið: Jarðskjálftar í Kelduhverfi 1885 og 1975, tengsl við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, og Tjörnesbrotabeltið.

Landslag í Kelduhverfi er mótað af sprungusveimum Þeistareykja og Kröflu. Gjár Kröflukerfisins liggja um austurhluta sveitarinnar en sprungusveimur Þeistareykja teygir sig frá Tjörnesgrunni um vestanvert Kelduhverfi, Þeistareyki og suður í Mývatnssveit. Sprungusveimur Þeistareykjakerfisins myndar vesturjaðar gosbeltisins. Sprungusveimurinn einkennist af fjölda gliðnunarsprungna á láglendi og gríðarmiklum siggengjum til fjalla þar sem hann tengist misgengjum Tjörnesbrotabeltisins, þar á meðal Húsavíkur-Flateyjarkerfinu. Jarðskjálftavirkni innan sprungusveima eldstöðvakerfanna er bundin við kvikuumbrotahrinur sem hrint geta af stað stærri skjálftum á misgengjum Tjörnesbrotabeltisins, í Öxarfirði og á Reykjaheiði. Gjár í austanverðu Kelduhverfi gliðnuðu við kvikuhlaup frá Kröflu í desember 1975, sem hleypti af stað Kópaskersskjálftanum, 13. janúar 1976.

Sögulegar heimildir nefna tvær jarðskjálftahrinur innan sprungusveims Þeistareykja sem ollu tjóni í vestanverðu Kelduhverfi. Fyrri skjálftahrinan stóð frá hausti og fram að jólum 1618. Seinni hrinan hófst í nóvember 1884 og stóð fram í janúar 1885. Þá varð skjálfti nálægt Víkingavatni sem metinn hefur verið af svipaðri stærð og Kópaskerskjálftinn. Nýjar gjár mynduðust í hraununum og á söndunum norðan við byggðina. Atburðarás umbrotanna vestast í Kelduhverfi í janúar 1885 er sambærileg gliðnunarumbrotunum austar í sveitinni við kvikuhlaupin frá Kröflu í desember 1975 og janúar 1978.

Þrátt fyrir að ekki hafi orðið eldgos við Þeistareyki frá því Yngra Þeistareykjahraun rann fyrir um 2500 árum viðhalda grunnstæð kvikuinnskot þar töluverðri jarðhitavirkni. Landmælingar gefa til kynna að á árinu 2008 hafi kvika leitað upp undir svæðið nálægt Stórahver í Þeistareykjahrauni þó allt sé þar með kyrrum kjörum núna. Gliðnunaratburðir í gosbeltinu geta haft áhrif á Tjörnesbrotabeltið. Líklegt verður að telja að orsakasamhengi sé á milli jarðskjálftana austan Húsavíkur á gamlársdag 1867 og eldgossins við Mánáreyjar um sömu áramót.

Þessi umbrotahrina hélt áfram með frekari jarðskjálftum til vesturs eftir Húsavíkur-Flateyjarkerfinu í apríl 1872, skjálftum við Húsavík eða á Reykjaheiði í nóvember 1884 og lauk sennilega með Víkingavatnsskjálftanum í janúar 1885. Þar sem fréttir í dagblöðum af náttúruhamförunum eru takmarkaðar er æskilegt að leitað verði frekari upplýsinga í skjala- og bréfasöfnum sem og dagbókum Þingeyinga frá þessum tíma.

...