Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Háskólalestin heldur frá Höfn

Ritstjórn Vísindavefsins

Ýmislegt var um að vera á Höfn helgina 13.-14. maí en þá sótti Háskólalestin bæinn heim. Föstudaginn 13. maí sóttu nemendur í 7.-10. bekk í Heppuskóla, Grunnskóla Djúpavogs og Hofgarðsskóla ýmis námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Nemendurnir urðu margs vísari um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, kynjafræði, táknmálsfræði, sjúkraþjálfun og nýsköpun og frumkvöðlafræði.

Sérstakur tónlistar- og tilraunaunnandi Háskólalestarinnar, Ari Ólafsson, rétt fyrir flutning á frumsaminni eldmessu!

Laugardaginn 14. maí var síðan boðið til vísindaveislu í Nýheimum. Þar gátu gestir fylgst með kraftmikilli sýningu Sprengjugengisins, kíkt við í stjörnutjaldinu og skoðað ýmis undur eðlisfræðinnar. Ari Ólafsson tilraunaeðlisfræðingur lék þar meðal annars á eldorgel og leyfði gestum að hlusta á syngjandi skál! Kaoru Umezawa og aðstoðarkona hennar skrifuðu nöfn gesta í gríð og erg á japönsku, ef fram heldur sem horfir er líklegt að við árslok eigi allir Íslendingar nöfn sín skrifuð á japönsku! Einnig var boðið upp á kynningu á táknmálsfræði, kynjafræði og sjúkraþjálfun samt ýmsu öðru. Enn fremur gátu gestir hlýtt á örfyrirlestra. Rannveig Magnúsdóttir fræddi meðal annars unga gesti um eyðingu regnskóganna.

Stjörnutjaldið naut mikilla vinsælda sem fyrr.

Fjölmargir tóku þátt í spurningakeppni Vísindavefsins en það var hún Ásta Sóley sem var dregin út og hlaut að launum eintak af vísindadagatalinu. Óvenjumargir leystu einnig gátu Einsteins og ljóst er að nemendur á Hornafirði hafa tekið forystu í keppni landsbyggðarinnar um lausn á þeirri gátu. Þau sem skiluðu lausn á gátunni voru:
 • Alrún
 • Bjarni og Bjarni
 • Guðrún Ósk Gunnarsdóttir
 • Magnús Ágúst og Jónatan Magni
 • Inga Kristín og Anna Birna
 • Sigrún Salka
Hlutu þau einnig vísindadagatalið að launum. Vísindavefurinn vill nota tækifærið og þakka öllum kærlega fyrir komuna!

Næsti áfangastaður er Skagaströnd en þangað heldur Háskólalestin 20.-21. maí en hér má lesa meira um dagskrána á Skagaströnd.

Myndir:

Útgáfudagur

19.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin heldur frá Höfn.“ Vísindavefurinn, 19. maí 2011, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70875.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 19. maí). Háskólalestin heldur frá Höfn. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70875

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin heldur frá Höfn.“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2011. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70875>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin heldur frá Höfn
Ýmislegt var um að vera á Höfn helgina 13.-14. maí en þá sótti Háskólalestin bæinn heim. Föstudaginn 13. maí sóttu nemendur í 7.-10. bekk í Heppuskóla, Grunnskóla Djúpavogs og Hofgarðsskóla ýmis námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Nemendurnir urðu margs vísari um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, kynjafræði, táknmálsfræði, sjúkraþjálfun og nýsköpun og frumkvöðlafræði.

Sérstakur tónlistar- og tilraunaunnandi Háskólalestarinnar, Ari Ólafsson, rétt fyrir flutning á frumsaminni eldmessu!

Laugardaginn 14. maí var síðan boðið til vísindaveislu í Nýheimum. Þar gátu gestir fylgst með kraftmikilli sýningu Sprengjugengisins, kíkt við í stjörnutjaldinu og skoðað ýmis undur eðlisfræðinnar. Ari Ólafsson tilraunaeðlisfræðingur lék þar meðal annars á eldorgel og leyfði gestum að hlusta á syngjandi skál! Kaoru Umezawa og aðstoðarkona hennar skrifuðu nöfn gesta í gríð og erg á japönsku, ef fram heldur sem horfir er líklegt að við árslok eigi allir Íslendingar nöfn sín skrifuð á japönsku! Einnig var boðið upp á kynningu á táknmálsfræði, kynjafræði og sjúkraþjálfun samt ýmsu öðru. Enn fremur gátu gestir hlýtt á örfyrirlestra. Rannveig Magnúsdóttir fræddi meðal annars unga gesti um eyðingu regnskóganna.

Stjörnutjaldið naut mikilla vinsælda sem fyrr.

Fjölmargir tóku þátt í spurningakeppni Vísindavefsins en það var hún Ásta Sóley sem var dregin út og hlaut að launum eintak af vísindadagatalinu. Óvenjumargir leystu einnig gátu Einsteins og ljóst er að nemendur á Hornafirði hafa tekið forystu í keppni landsbyggðarinnar um lausn á þeirri gátu. Þau sem skiluðu lausn á gátunni voru:
 • Alrún
 • Bjarni og Bjarni
 • Guðrún Ósk Gunnarsdóttir
 • Magnús Ágúst og Jónatan Magni
 • Inga Kristín og Anna Birna
 • Sigrún Salka
Hlutu þau einnig vísindadagatalið að launum. Vísindavefurinn vill nota tækifærið og þakka öllum kærlega fyrir komuna!

Næsti áfangastaður er Skagaströnd en þangað heldur Háskólalestin 20.-21. maí en hér má lesa meira um dagskrána á Skagaströnd.

Myndir:

...