Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Háskólalestin kom við á Skagaströnd

Helgina 20.-21. maí hélt Háskólalestin á Skagaströnd. Föstudaginn 20. maí sóttu nemendur í 5.-10. bekk í Höfðaskóla og 8.-10. bekk í Grunnskóla Blönduóss námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Nemendurnir sóttu námskeið í stjörnufræði, latínu, japönsku, nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, íslensku táknmáli, eðlisfræði og fornleifafræði. Nemendurnir voru að vonum ánægðir með námskeiðin.

Í félagsheimilinu Fellsborg kenndi ýmissa grasa.

Laugardaginn 21. maí var ýmislegt um að vera í félagsheimilinu Fellsborg, auk þess sem boðið var upp á örfyrirlestra í kaffihúsinu Bjarmanesi. Stuttu eftir að dagskráin hófst steig Sprengjugengið á svið en sýning þess var einkar glæsileg í þetta skiptið þó sumum af yngri kynslóðinni hafi brugðið í brún af öllum látunum! Mikil örtröð var í stjörnutjaldið og margir heilluðust af teiknirólunni sem gerir fallegar myndir sem hinir færustu listamenn yrðu stoltir af. Gestir gátu haldið á litlum loftsteini en sá var heldur þyngri en steinar jarðarinnar að svipaðri stærð, enda að mestu úr járni. Japanskan var á sínum stað en auk þess var kynning á fornleifafræði. Fimm erindi voru flutt í Bjarmanesi en þar svaraði Sævar Helgi Bragason meðal annars því hvernig geimfarar fara á klósettið!

Sævar Helgi Bragason fjallar um undur himingeimsins.

Margir tóku þátt í spurningakeppni Vísindavefsins en í þetta skiptið voru þrír dregnir út en það voru þau Harpa Hlín, Ólafur Bernódusson og Atli V. Hjartarson. Hlutu þau öll vísindadagatalið í verðlaun. Áðurnefndur Atli og Sunna leystu svo í sameiningu gátu Einsteins en eins og segir: Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Enn fremur gátu gestir skoðað veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll?

Vísindavefurinn vill þakka öllum kærlega fyrir komuna en næsta ferð Háskólalestarinnar verður á Húsavík, þann 27.-28. maí.

Myndir:

Útgáfudagur

24.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „Háskólalestin kom við á Skagaströnd.“ Vísindavefurinn, 24. maí 2011. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70877.

Ritstjórn. (2011, 24. maí). Háskólalestin kom við á Skagaströnd. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70877

Ritstjórn. „Háskólalestin kom við á Skagaströnd.“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2011. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70877>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.