Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Háskólalestin á Húsavík 27. og 28. maí

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin heldur ótrauð áfram ferðalagi sínu um landið en nú er komið að því að sækja Húsavík heim. Dagskráin nær yfir tvo daga, föstudaginn 27. maí og laugardaginn 28. maí.

Allt klárt hjá Sprengjugenginu!

Föstudaginn 27. maí munu nemendur í 6.-9. bekkjar Borgarhólsskóla sækja námskeið á vegum Háskóla unga fólksins en að þessu sinni verður boðið upp á námskeið í stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, sjúkraþjálfun, eðlisfræði og jarðvísindum og vistfræði. Nemendurnir fá þannig tækifæri til að kynna sér ýmsar fræðigreinar í stað hefðbundinnar kennslu.

Laugardaginn 28. maí verður boðið upp á vísindaveislu á Hvalasafninu og í Borgarhólsskóla. Dagurinn hefst hins vegar á vísindasiglingu kl. 9 en þá býður Norðursigling heimamönnum á Húsavík í siglingu þar sem Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík, mun fjalla um hinn merkilega hljóðheim hvalanna. Vísindaveislan sjálf hefst kl. 13 en þar mun Sprengjugengið stíga á stokk, eldorgelið mun óma og loga, stjörnutjaldið verður á sínum stað, ýmsar sýnitilraunir, stjörnuskoðun, tæki og tól sjúkraþjálfara, auk kynningar um japanska menningu og fleira.

Íslensk nöfn á japönsku og origami.

Í fyrirlestrarsal Hvalasafnsins verður boðið upp á stutt fræðsluerindi. Þar mun Bryndís Brandsdóttir fjalla um jarðskjálfta í Kelduhverfi og tengsl þeirra við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, Rögnvaldur Ólafsson fræðir gesti um tengsl ferðamennsku og náttúru, Sigursteinn Másson fjallar um viðhorfsbreytingar til hvalveiða, Marianne H. Rasmussen flytur erindi um hvalahljóð og Sævar Helgi Bragason fer í ferðalag um himingeiminn.

Vísindavefurinn hefur upp á ýmislegt að bjóða.

Vísindavefurinn verður á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndir:

Útgáfudagur

26.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin á Húsavík 27. og 28. maí.“ Vísindavefurinn, 26. maí 2011, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70878.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 26. maí). Háskólalestin á Húsavík 27. og 28. maí. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70878

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin á Húsavík 27. og 28. maí.“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2011. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70878>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin á Húsavík 27. og 28. maí
Háskólalestin heldur ótrauð áfram ferðalagi sínu um landið en nú er komið að því að sækja Húsavík heim. Dagskráin nær yfir tvo daga, föstudaginn 27. maí og laugardaginn 28. maí.

Allt klárt hjá Sprengjugenginu!

Föstudaginn 27. maí munu nemendur í 6.-9. bekkjar Borgarhólsskóla sækja námskeið á vegum Háskóla unga fólksins en að þessu sinni verður boðið upp á námskeið í stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, sjúkraþjálfun, eðlisfræði og jarðvísindum og vistfræði. Nemendurnir fá þannig tækifæri til að kynna sér ýmsar fræðigreinar í stað hefðbundinnar kennslu.

Laugardaginn 28. maí verður boðið upp á vísindaveislu á Hvalasafninu og í Borgarhólsskóla. Dagurinn hefst hins vegar á vísindasiglingu kl. 9 en þá býður Norðursigling heimamönnum á Húsavík í siglingu þar sem Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík, mun fjalla um hinn merkilega hljóðheim hvalanna. Vísindaveislan sjálf hefst kl. 13 en þar mun Sprengjugengið stíga á stokk, eldorgelið mun óma og loga, stjörnutjaldið verður á sínum stað, ýmsar sýnitilraunir, stjörnuskoðun, tæki og tól sjúkraþjálfara, auk kynningar um japanska menningu og fleira.

Íslensk nöfn á japönsku og origami.

Í fyrirlestrarsal Hvalasafnsins verður boðið upp á stutt fræðsluerindi. Þar mun Bryndís Brandsdóttir fjalla um jarðskjálfta í Kelduhverfi og tengsl þeirra við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, Rögnvaldur Ólafsson fræðir gesti um tengsl ferðamennsku og náttúru, Sigursteinn Másson fjallar um viðhorfsbreytingar til hvalveiða, Marianne H. Rasmussen flytur erindi um hvalahljóð og Sævar Helgi Bragason fer í ferðalag um himingeiminn.

Vísindavefurinn hefur upp á ýmislegt að bjóða.

Vísindavefurinn verður á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndir:

...