Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er bóla?

Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur?

Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bóla' eða 'þetta er ekki ný bóla'. Þá notum við orðið í frekar niðrandi merkingu um eitthvað sem við teljum að verði skammlíft og sæti ekki miklum tíðindum. Rétt eins og þegar við fáum bólu á húðina á okkar sem springur svo án þess að nokkuð fleira gerist.

Einnig getur orðið bóla táknað skæðan smitsjúkdóm sem líka er kallaður bólusótt (variola). Þegar hún er í kúm nefnist hún kúabóla og er meðal annars notuð til að framleiða bóluefni gegn bólusótt í mönnum. Sóttvarnaraðferðin sem við köllum bólusetningu á rætur að rekja til þess þegar menn byrjuðu að nota kúabóluefni gegn bólusótt. Bólusetning nefnist á erlendum málum vaccinataion en vacca er latína og þýðir kýr.


Gömul mynd af konu með bólusótt og nýfæddu barni hennar sem er bólusett.

Stórabóla var skæð bólusótt sem geisaði á Íslandi á árunum 1707-1709. Sú bóla barst líklega til landsins með fötum manns sem lést úr bólu á leiðinni hingað. Um 18.000 manns dóu úr stórubólu en það var þriðjungur þjóðarinnar. Bólan lagðist aðallega á þá sem fæddust eftir bólufaraldurinn árið 1672. Ónæmiskerfi þeirra sem höfðu fengið bóluna í fyrra skiptið var líklega betur í stakk búið til að verjast stórubólu. Um ónæmiskerfið er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Er hægt að verða ónæmur fyrir kvefi?

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Þuríður, Isabel, Lóa

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er bóla?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=7088.

JGÞ. (2008, 22. febrúar). Hvað er bóla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7088

JGÞ. „Hvað er bóla?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7088>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.