Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Higgs-bóseindin í sjónmáli

Í dag var greint frá því í fréttatilkynningu Evrópsku rannsóknastöðvarinnar í öreindafræði, CERN, að skýr merki hefðu fundist um áður óséða öreind. Þá var greint frá því að orkustig eindarinnar sem fannst hafi verið í grennd við það sem búist er við að Higgs-bóseindin mundi gefa til kynna. Í tilkynningunni segir meðal annars:
Niðurstöðurnar eru til bráðabirgða en merkið upp á 5 sigma, sem við sjáum við 125 GeV, er afgerandi. Þetta er sannarlega ný öreind. Við vitum að hún gæti aðeins verið bóseind og hún er þyngsta bóseind sem við höfum fundið.

5 sigma lýsir hversu mikil vissa býr að baki uppgötvuninni. Slík vissa þykir nógu sannfærandi til að slá föstu að athugunin sýni í raun nýja öreind. Þó þykir fullsnemmt að staðfesta að um sé að ræða Higgs-bóseindina, fremur en aðra áður óþekkta öreind.

Sést Higgs-bóseindin á þessari mynd?

Stóri sterkeindahraðallinn (e. Large Hadron Collider, LHC) er hringlaga neðanjarðarmannvirki, 27 km í ummál, sem CERN reisti á landamærum Sviss og Frakklands á árunum 1998-2008. Helsti tilgangurinn með smíði hans var að staðfesta eða hrekja tilvist Higgs-bóseindarinnar, sem stundum er uppnefnd „Guðseindin“. Higgs-bóseindin kann að vera lykillinn að spurningunni um hvaðan efni hefur massa sinn.

Loftmynd af svæðinu þar sem hraðalinn er að finna. Rauði hringurinn markar legu hans.

Þegar tilkynnt var 22. júní síðastliðinn um væntanlega ráðstefnu við CERN komu upp kvittir í vísindasamfélaginu um stórar fréttir, sem nú fengust staðfestir. Rannsóknastjóri stofnunarinnar segir:
Niðurstöðurnar vekja miklar eftirvæntingar. [...] Þetta markar mikinn áfanga í skilningi okkar á eðli alheimsins. Uppgötvun öreindar sem er í samræmi við væntingar um Higgs-bóseindina leggur leiðina að nákvæmari rannsóknum með meiri gögnum og gæti varpað ljósi á aðra leyndardóma alheimsins.

Frekara lesefni og heimildir:

Myndir:

Útgáfudagur

4.7.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Ritstjórn

ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn. „Higgs-bóseindin í sjónmáli.“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2012. Sótt 25. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70908.

Ritstjórn. (2012, 4. júlí). Higgs-bóseindin í sjónmáli. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70908

Ritstjórn. „Higgs-bóseindin í sjónmáli.“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2012. Vefsíða. 25. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70908>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Smásjá

Smásjá er tæki til að skoða smáa hluti mikið stækkaða. Fyrstu smásjárnar voru líklega gerðar í Hollandi seint á 16. öld. Hollenski vísindamaðurinn Antonie van Leeuwenhoek (1632–1723) beitti smásjá við rannsóknir á smásæjum fyrirbærum. Hann er oft kallaður faðir örverufræðinnar.