Sólin Sólin Rís 07:48 • sest 18:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:19 • Sest 25:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:15 • Síðdegis: 15:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík

Hver er hæsta talan sem er til?

JGÞ

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu.

Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt nafn er googolplex. Í svari við spurningunni Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn? segir meðal annars þetta um stærð tölunnar:
Ef einhver hefði svo hug á að prenta googolplex töluna út á pappír í leturstærðinni 1, sem eins og flestir vita er svo smátt að það er ólæsilegt, yrði lengdin á tölunni um 3,5∙ 1096 metrar. Til samanburðar má geta þess að allur hinn þekkti alheimur er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1026 metrar.

En nú spyr kannski einhver, er ekki voða einfalt að margfalda þessa googolplex tölu með sjálfri sér og kalla útkomuna úr því boobolplex eða eitthvað annað og þá erum við komin með stærstu tölu sem hefur sérstakt nafn? Um það er þetta að segja: Jú, það er í sjálfu sér ekkert mál. En til hvers ættum við að gera það? Fljótlega kæmi einhver annar og léki sama leikinn og byggi til nýtt nafn. Er einhver þörf á því? Mundum við nenna að leggja öll þessi nöfn á minnið? Nei, örugglega ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Sandra, Lína, Kristján

Tilvísun

JGÞ. „Hver er hæsta talan sem er til? “ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 5. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7091.

JGÞ. (2008, 22. febrúar). Hver er hæsta talan sem er til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7091

JGÞ. „Hver er hæsta talan sem er til? “ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 5. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7091>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu.

Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt nafn er googolplex. Í svari við spurningunni Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn? segir meðal annars þetta um stærð tölunnar:
Ef einhver hefði svo hug á að prenta googolplex töluna út á pappír í leturstærðinni 1, sem eins og flestir vita er svo smátt að það er ólæsilegt, yrði lengdin á tölunni um 3,5∙ 1096 metrar. Til samanburðar má geta þess að allur hinn þekkti alheimur er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1026 metrar.

En nú spyr kannski einhver, er ekki voða einfalt að margfalda þessa googolplex tölu með sjálfri sér og kalla útkomuna úr því boobolplex eða eitthvað annað og þá erum við komin með stærstu tölu sem hefur sérstakt nafn? Um það er þetta að segja: Jú, það er í sjálfu sér ekkert mál. En til hvers ættum við að gera það? Fljótlega kæmi einhver annar og léki sama leikinn og byggi til nýtt nafn. Er einhver þörf á því? Mundum við nenna að leggja öll þessi nöfn á minnið? Nei, örugglega ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....