Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lausn: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?

Lausn: Sigurður byrjar á því að hella úr annarri flöskunni í fötuna. Því næst frystir hann hina flöskuna en þegar vatnið er frosið, þá sker hann plastið utan af og setur klakann í fötuna. Nú þegar Haraldur dýfir bollanum í fötuna getur Sigurður auðveldlega sagt að vatnið sé úr fyrri flöskunni!Fleiri lausnir eru þó vitanlega til á gátunni. Til dæmis benti einn lesandi á að það væri hægt að hita aðra flöskuna en kæla hina. Því næst er öllu kalda vatninu hellt í fötuna og svo þegar það allt er komið í fötuna mætti hella heita vatninu varlega ofan á án þess að hræra í vatninu. Þar sem heita vatnið er eðlisléttara en það kalda flýtur það ofan á.Önnur lausn sem barst fólst í því að vatninu úr fyrri flöskunni væri hellt í fötuna. Því næst væri iðnaðarhitablásarinn dreginn fram og hann notaður til að hita vatnið þar til það gufaði allt upp. Þá væri hægt að hella úr seinni flöskunni og þá væri eftirleikurinn auðveldur!Hér má sjá nöfn þeirra sem sendu inn góða og gilda lausn:  • Ingvar og félagar
  • Valþór Druzin
Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir

1980

Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun HÍ og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar.