Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ný bók: Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin

Ritstjórn Vísindavefsins

Út er komin bókin Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin eftir Lisu Randall í þýðingu Baldurs Arnarsonar og Sveins Ólafssonar, sem einnig ritar inngang.

Lisa Randall er prófessor í eðlisfræði við Harvard-háskóla og einn þekktasti eðlisfræðingur samtímans. Bókin fjallar um þýðingu þess að hin leyndardómsfulla Higgs-eind kom í leitirnar við Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði (CERN) um mitt ár 2012. Lesendur kynnast meginatriðum uppgötvunarinnar og fá innsýn inn í það hvernig fundurinn kann að leiða til nýrra svara um alheiminn og ráðgátur hans.

Forsíða bókarinnar Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin.

Eindin hefur verið kölluð „Guðseind“, en í formála þýðenda kemur fram að Randall sé ekki ýkja hrifin af þeirri nafngift. Fundur eindarinnar hefur úrslitaáhrif á skilning okkar á „tómu rúmi“. Á bókarkápu kemur fram að það sé í raun og veru ekki tómt heldur sé í því fólginn máttur, Higgs-sviðið, sem gefur öreindum massa. Án þess væru atómin og efnisheimurinn eins og við þekkjum hann ekki til. Higgs-eindin er birtingarmynd sviðsins og með fundi hennar lýkur tæplega hálfrar aldar leit sem hófst á því að hópur eðlisfræðinga með Peter Higgs (f. 1929) fremstan í flokki gat sér til um tilvist eindar sem gerir það stærðfræðilega mögulegt að útskýra hvers vegna efnið í alheiminum hefur massa.

Vísindavefurinn greindi frá fundi Higgs-eindarinnar í júlí. Fleiri greinar um leitina að Higgs-eindinni hafa birst á Vísindavefnum á undanförnum árum.

Það er mikill fengur að íslensk þýðing á nýju verki um merkustu uppgötvanir í eðlisfræði samtímans sé komin út. Þrátt fyrir að verkið sé aðgengilegt fyrir almenna lesendur má sérstaklega hrósa skýringarmyndum og texta inngangs Sveins Ólafssonar og íslensk-enskum orðskýringum í lok bókarinnar. Allar nánari upplýsingar um bókina má finna á heimasíðu Tifstjörnunnar.

Útgáfudagur

6.12.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ný bók: Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin.“ Vísindavefurinn, 6. desember 2012, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70926.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2012, 6. desember). Ný bók: Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70926

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ný bók: Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin.“ Vísindavefurinn. 6. des. 2012. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70926>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ný bók: Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin
Út er komin bókin Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin eftir Lisu Randall í þýðingu Baldurs Arnarsonar og Sveins Ólafssonar, sem einnig ritar inngang.

Lisa Randall er prófessor í eðlisfræði við Harvard-háskóla og einn þekktasti eðlisfræðingur samtímans. Bókin fjallar um þýðingu þess að hin leyndardómsfulla Higgs-eind kom í leitirnar við Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði (CERN) um mitt ár 2012. Lesendur kynnast meginatriðum uppgötvunarinnar og fá innsýn inn í það hvernig fundurinn kann að leiða til nýrra svara um alheiminn og ráðgátur hans.

Forsíða bókarinnar Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin.

Eindin hefur verið kölluð „Guðseind“, en í formála þýðenda kemur fram að Randall sé ekki ýkja hrifin af þeirri nafngift. Fundur eindarinnar hefur úrslitaáhrif á skilning okkar á „tómu rúmi“. Á bókarkápu kemur fram að það sé í raun og veru ekki tómt heldur sé í því fólginn máttur, Higgs-sviðið, sem gefur öreindum massa. Án þess væru atómin og efnisheimurinn eins og við þekkjum hann ekki til. Higgs-eindin er birtingarmynd sviðsins og með fundi hennar lýkur tæplega hálfrar aldar leit sem hófst á því að hópur eðlisfræðinga með Peter Higgs (f. 1929) fremstan í flokki gat sér til um tilvist eindar sem gerir það stærðfræðilega mögulegt að útskýra hvers vegna efnið í alheiminum hefur massa.

Vísindavefurinn greindi frá fundi Higgs-eindarinnar í júlí. Fleiri greinar um leitina að Higgs-eindinni hafa birst á Vísindavefnum á undanförnum árum.

Það er mikill fengur að íslensk þýðing á nýju verki um merkustu uppgötvanir í eðlisfræði samtímans sé komin út. Þrátt fyrir að verkið sé aðgengilegt fyrir almenna lesendur má sérstaklega hrósa skýringarmyndum og texta inngangs Sveins Ólafssonar og íslensk-enskum orðskýringum í lok bókarinnar. Allar nánari upplýsingar um bókina má finna á heimasíðu Tifstjörnunnar.

...