Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Samningur við Landsvirkjun endurnýjaður

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun undirrituðu árið 2011 samning um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Þannig hefur Landsvirkjun verið einn aðalstyrktaraðili Vísindavefsins síðustu tvö ár. Með samstarfinu vilja Vísindavefurinn og Landsvirkjun stuðla að vandaðri og nútímalegri fræðslu um vísindi handa almenningi. Samningurinn felur meðal annars í sér miðlun Landsvirkjunar á úrvali svara Vísindavefsins um orku og orkumál í fræðsluskyni. Nú fyrir stuttu var samningurinn endurnýjaður.

Á meðal spurninga sem almennir lesendur hafa sent Vísindavefnum um orkumál má til dæmis nefna: Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni? Hvað er mikill straumur í einni eldingu? Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn? Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, endurnýja samstarfið.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur starfað frá árinu 2000 og notið mikilla vinsælda. Á vefnum er að finna þúsundir svara við spurningum almennings um allt milli himins og jarðar, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Duglegustu spyrjendurnir eru yfirleitt á aldrinum 10-20 ára.

Vísindavefurinn hefur reynslu af fjölbreyttu starfi sem tengist vísindamiðlun, til dæmis námskeiðahaldi um vísindi fyrir fjölskyldur, bókaútgáfu um vísindi og gerð vísindadagatals, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli og jarðvarma. Fyrirtækið vinnur 73% allrar raforku í landinu, er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi og eitt af tíu stærstu orkufyrirtækjum í Evrópu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Um leið er fyrirtækið leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun.

Útgáfudagur

12.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Samningur við Landsvirkjun endurnýjaður.“ Vísindavefurinn, 12. júní 2013, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70943.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2013, 12. júní). Samningur við Landsvirkjun endurnýjaður. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70943

Ritstjórn Vísindavefsins. „Samningur við Landsvirkjun endurnýjaður.“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2013. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70943>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Samningur við Landsvirkjun endurnýjaður
Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun undirrituðu árið 2011 samning um samstarf á sviði vísindamiðlunar. Þannig hefur Landsvirkjun verið einn aðalstyrktaraðili Vísindavefsins síðustu tvö ár. Með samstarfinu vilja Vísindavefurinn og Landsvirkjun stuðla að vandaðri og nútímalegri fræðslu um vísindi handa almenningi. Samningurinn felur meðal annars í sér miðlun Landsvirkjunar á úrvali svara Vísindavefsins um orku og orkumál í fræðsluskyni. Nú fyrir stuttu var samningurinn endurnýjaður.

Á meðal spurninga sem almennir lesendur hafa sent Vísindavefnum um orkumál má til dæmis nefna: Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni? Hvað er mikill straumur í einni eldingu? Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn? Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, endurnýja samstarfið.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur starfað frá árinu 2000 og notið mikilla vinsælda. Á vefnum er að finna þúsundir svara við spurningum almennings um allt milli himins og jarðar, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Duglegustu spyrjendurnir eru yfirleitt á aldrinum 10-20 ára.

Vísindavefurinn hefur reynslu af fjölbreyttu starfi sem tengist vísindamiðlun, til dæmis námskeiðahaldi um vísindi fyrir fjölskyldur, bókaútgáfu um vísindi og gerð vísindadagatals, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli og jarðvarma. Fyrirtækið vinnur 73% allrar raforku í landinu, er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi og eitt af tíu stærstu orkufyrirtækjum í Evrópu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Um leið er fyrirtækið leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun....