Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tíu þúsundasta svarið birt á Vísindavefnum

Ritstjórn Vísindavefsins

Fimmtudaginn 18. júlí birtist tíu þúsundasta svarið á Vísindavefnum. Það er svar við spurningunni Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? Vísindavef Háskóla Íslands var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000 og hefur áhugi almennings á Vísindavefnum reynst miklu meiri en nokkur maður hafði gert sér í hugarlund þegar að fyrsta spurningin birtist á vefnum fyrir 13 árum. Þess vegna er vefurinn nú búinn að birta svör við 10.000 spurningum, þó að honum hafi upphaflega verið tjaldað til eins árs í mesta lagi. Hér má líta frétt Rúv um tíu þúsundasta svarið.

Rúv sýndi 10.000ustu spurningunni áhuga.

Áhugi almennings á Vísindavefnum er síst að minnka. Að meðaltali sækja rúmlega 20.000 notendur Vísindavefinn í hverri viku og er hann einn af vinsælustu vefsíðum landsins. Duglegustu spyrjendurnir eru yfirleitt á aldrinum 10-20 ára. Yfirleitt berast um 50-100 nýjar spurningar á viku svo ljóst er að áhugi almennings á vísindum og fróðleik af því tagi sem er að finna á Vísindavefnum er mikill.

Eitt af markmiðum Vísindavefsins er að nýta þá þekkingu sem er til staðar í háskólasamfélaginu til þess að svala á aðgengilegan hátt fróðleiksfýsn landsmanna um allt milli himins og jarðar. Þannig hefur myndast handhægur og vandaður þekkingarbanki sem nýtist öllum þeim sem leita sér upplýsinga um vísindi og fræði á íslensku.

Í tíu þúsundasta svarinu er fjallað um það hvort hægt sé að keppa í fegurð og hvort fegurðarsamkeppnir og módelfitness séu íþróttagreinar. Í svari Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, doktorsnema í heimspeki, eru hugmyndir heimspekisögunnar um fegurð skoðaðar; hvort fegurð sé mælanleg og að hve miklu leyti samfélagslegar venjur hafa áhrif á fegurðarmat. Þar að auki er velt vöngum yfir því hvernig megi skilgreina íþróttir og gagnrýni á hlutgervingu fegurðarsamkeppna síðustu ár og áratugi skoðuð.

Útgáfudagur

18.7.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Tíu þúsundasta svarið birt á Vísindavefnum.“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2013, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70946.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2013, 18. júlí). Tíu þúsundasta svarið birt á Vísindavefnum. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70946

Ritstjórn Vísindavefsins. „Tíu þúsundasta svarið birt á Vísindavefnum.“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2013. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70946>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tíu þúsundasta svarið birt á Vísindavefnum
Fimmtudaginn 18. júlí birtist tíu þúsundasta svarið á Vísindavefnum. Það er svar við spurningunni Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? Vísindavef Háskóla Íslands var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000 og hefur áhugi almennings á Vísindavefnum reynst miklu meiri en nokkur maður hafði gert sér í hugarlund þegar að fyrsta spurningin birtist á vefnum fyrir 13 árum. Þess vegna er vefurinn nú búinn að birta svör við 10.000 spurningum, þó að honum hafi upphaflega verið tjaldað til eins árs í mesta lagi. Hér má líta frétt Rúv um tíu þúsundasta svarið.

Rúv sýndi 10.000ustu spurningunni áhuga.

Áhugi almennings á Vísindavefnum er síst að minnka. Að meðaltali sækja rúmlega 20.000 notendur Vísindavefinn í hverri viku og er hann einn af vinsælustu vefsíðum landsins. Duglegustu spyrjendurnir eru yfirleitt á aldrinum 10-20 ára. Yfirleitt berast um 50-100 nýjar spurningar á viku svo ljóst er að áhugi almennings á vísindum og fróðleik af því tagi sem er að finna á Vísindavefnum er mikill.

Eitt af markmiðum Vísindavefsins er að nýta þá þekkingu sem er til staðar í háskólasamfélaginu til þess að svala á aðgengilegan hátt fróðleiksfýsn landsmanna um allt milli himins og jarðar. Þannig hefur myndast handhægur og vandaður þekkingarbanki sem nýtist öllum þeim sem leita sér upplýsinga um vísindi og fræði á íslensku.

Í tíu þúsundasta svarinu er fjallað um það hvort hægt sé að keppa í fegurð og hvort fegurðarsamkeppnir og módelfitness séu íþróttagreinar. Í svari Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, doktorsnema í heimspeki, eru hugmyndir heimspekisögunnar um fegurð skoðaðar; hvort fegurð sé mælanleg og að hve miklu leyti samfélagslegar venjur hafa áhrif á fegurðarmat. Þar að auki er velt vöngum yfir því hvernig megi skilgreina íþróttir og gagnrýni á hlutgervingu fegurðarsamkeppna síðustu ár og áratugi skoðuð....