Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefurinn var valinn besti vefmiðill landsins á úrslitakvöldi SVEF (Samtök vefiðnaðarins) föstudaginn 31. janúar.

Vísindavefurinn var tilnefndur í tveimur flokkum, sem besti vefmiðillinn og besti „non-profit“ vefurinn. Í umsögn dómnefndar segir:

Vefurinn er einn elsti vefmiðill landsins og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá jafnt ungum sem öldnum, en dómnefnd sá ástæðu til að verðlauna vefinn fyrir virðingarverð markmið, einstakt efni og vel heppnaða endurhönnun og framsetningu sem enn frekar styrkir stöðu hans sem einskonar 'institution' sem fáir geta skákað. Vefurinn er hlaðinn spennandi og áhugaverðu efni um allt á milli himins og jarðar, hann er í senn áreiðanlegur, notendavænn og mikilvægur fyrir stóran hluta þjóðarinnar við lausn á fjölbreyttustu verkefnum og spurningum.

Vísindavefurinn var valinn besti vefmiðill landsins á úrslitakvöldi SVEF þann 31. janúar 2014.

Við á Vísindavefnum erum afar stolt af þessum verðlaunum. Heiðurinn af þeim eiga höfundar vefsins skilið og allir þeir fjölmörgu spyrjendur sem eru óþreytandi að senda Vísindavefnum spurningar um allt á milli himins og jarðar. Það er áhugi þeirra sem heldur samtali vísindamanna og almennings gangandi á Vísindavefnum.

Vísindavefurinn þakkar einnig fyrir einstaklega gott samstarf við vefhönnunarfyritækið Kosmos & Kaos sem hannaði nýlega nýtt útlit fyrir Vísindavefinn. Starfsfólk Kosmos & Kaos deilir verðlaunum með Vísindavefnum og á það svo sannarlega skilið.

Útgáfudagur

3.2.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins.“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2014, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70953.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2014, 3. febrúar). Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70953

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins.“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2014. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins
Vísindavefurinn var valinn besti vefmiðill landsins á úrslitakvöldi SVEF (Samtök vefiðnaðarins) föstudaginn 31. janúar.

Vísindavefurinn var tilnefndur í tveimur flokkum, sem besti vefmiðillinn og besti „non-profit“ vefurinn. Í umsögn dómnefndar segir:

Vefurinn er einn elsti vefmiðill landsins og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá jafnt ungum sem öldnum, en dómnefnd sá ástæðu til að verðlauna vefinn fyrir virðingarverð markmið, einstakt efni og vel heppnaða endurhönnun og framsetningu sem enn frekar styrkir stöðu hans sem einskonar 'institution' sem fáir geta skákað. Vefurinn er hlaðinn spennandi og áhugaverðu efni um allt á milli himins og jarðar, hann er í senn áreiðanlegur, notendavænn og mikilvægur fyrir stóran hluta þjóðarinnar við lausn á fjölbreyttustu verkefnum og spurningum.

Vísindavefurinn var valinn besti vefmiðill landsins á úrslitakvöldi SVEF þann 31. janúar 2014.

Við á Vísindavefnum erum afar stolt af þessum verðlaunum. Heiðurinn af þeim eiga höfundar vefsins skilið og allir þeir fjölmörgu spyrjendur sem eru óþreytandi að senda Vísindavefnum spurningar um allt á milli himins og jarðar. Það er áhugi þeirra sem heldur samtali vísindamanna og almennings gangandi á Vísindavefnum.

Vísindavefurinn þakkar einnig fyrir einstaklega gott samstarf við vefhönnunarfyritækið Kosmos & Kaos sem hannaði nýlega nýtt útlit fyrir Vísindavefinn. Starfsfólk Kosmos & Kaos deilir verðlaunum með Vísindavefnum og á það svo sannarlega skilið.

...