Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Heimsfrægur jöklafræðingur svarar spurningum barna í Melaskóla á degi íslenskrar náttúru

Ritstjórn Vísindavefsins

Helgi Björnsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er heimsþekktur vísindamaður á sviði jöklafræða. Hann hefur rannsakað jökla og áhrif loftslagsbreytinga á þá í áratugi. Á degi íslenskrar náttúru heimsækir Helgi sinn gamla grunnskóla, Melaskóla. Þar mun hann svara spurningum nemenda um jökla og loftslagsmál, en Helgi hefur nú sent frá sér barnabók um efnið. Bókin var unnin í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands.

Ritverk Helga eru um 260 á löngum og farsælum vísindamannsferli, flest þeirra ætluð sérfræðingum og birt í ritrýndum fræðiritum. Á degi íslenskrar náttúru, 16. september 2015, kemur hins vegar út bók sem Helgi hefur skrifað sérstaklega handa börnum og fróðleiksfúsum almenningi. Bókin heitir Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Þetta er önnur bókin á vegum Vísindavefs Háskóla Íslands sem miðlar vísindum og fræðum til ungra barna.

Mynd úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson.

Í bókinni er að finna 45 spurningar og svör um jökla og loftslagsmál, meðal annars svör við spurningunum: Hvernig verða jöklar til? Eru jöklar á öðrum hnöttum? Dó allt líf út á Íslandi þegar jökull lá yfir landinu? Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni? og Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar? Öllum spurningum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir.

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru mun Helgi hitta öll börn í sjöunda árgangi Melaskóla frá kl. 11-12, en sjálfur var hann nemandi í skólanum á árunum 1949-1954. Á sal Melaskóla fá 97 börn tækifæri til að spyrja Helga spjörunum úr um allt sem þeim dettur í hug um jökla, ís og loftslagsmál!

Útgáfudagur

16.9.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Heimsfrægur jöklafræðingur svarar spurningum barna í Melaskóla á degi íslenskrar náttúru.“ Vísindavefurinn, 16. september 2015, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70957.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2015, 16. september). Heimsfrægur jöklafræðingur svarar spurningum barna í Melaskóla á degi íslenskrar náttúru. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70957

Ritstjórn Vísindavefsins. „Heimsfrægur jöklafræðingur svarar spurningum barna í Melaskóla á degi íslenskrar náttúru.“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2015. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Heimsfrægur jöklafræðingur svarar spurningum barna í Melaskóla á degi íslenskrar náttúru
Helgi Björnsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, er heimsþekktur vísindamaður á sviði jöklafræða. Hann hefur rannsakað jökla og áhrif loftslagsbreytinga á þá í áratugi. Á degi íslenskrar náttúru heimsækir Helgi sinn gamla grunnskóla, Melaskóla. Þar mun hann svara spurningum nemenda um jökla og loftslagsmál, en Helgi hefur nú sent frá sér barnabók um efnið. Bókin var unnin í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands.

Ritverk Helga eru um 260 á löngum og farsælum vísindamannsferli, flest þeirra ætluð sérfræðingum og birt í ritrýndum fræðiritum. Á degi íslenskrar náttúru, 16. september 2015, kemur hins vegar út bók sem Helgi hefur skrifað sérstaklega handa börnum og fróðleiksfúsum almenningi. Bókin heitir Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Þetta er önnur bókin á vegum Vísindavefs Háskóla Íslands sem miðlar vísindum og fræðum til ungra barna.

Mynd úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson.

Í bókinni er að finna 45 spurningar og svör um jökla og loftslagsmál, meðal annars svör við spurningunum: Hvernig verða jöklar til? Eru jöklar á öðrum hnöttum? Dó allt líf út á Íslandi þegar jökull lá yfir landinu? Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni? og Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar? Öllum spurningum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir.

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru mun Helgi hitta öll börn í sjöunda árgangi Melaskóla frá kl. 11-12, en sjálfur var hann nemandi í skólanum á árunum 1949-1954. Á sal Melaskóla fá 97 börn tækifæri til að spyrja Helga spjörunum úr um allt sem þeim dettur í hug um jökla, ís og loftslagsmál!

...