Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís hefur fleiri en eina merkingu:

  1. 'áreiðanlegur, öruggur, viss',
  2. 'vitur, sem hefur þekkingu til að bera',
  3. 'sem er vitað hvar er, er á sínum stað'.

Af þeim gæti helst fyrsta merkingin átt við, samanber vera vís til einvers 'vera líklegur til að gera eitthvað'. Hugsunin í málshættinum gæti þá verið: búast má við hverju sem er af orðum sem falla.

Hugsanlega er málshátturinn orð eru til alls vís ummyndum úr orð eru til alls fyrst. Merking hans er 'allt byrjar með því að talað sé um það'

Ég tel þó líklegra að málshátturinn orð eru til alls vís sé ummyndun úr orð eru til alls fyrst en sá málsháttur þekkist frá því því snemma á 19. öld. Merkingin er 'allt byrjar með því að talað sé um það'. Hann kemur fram í öllum málsháttasöfnum sem ég á og þekki.

Jón Friðjónsson (Mergur málsins, 429) telur að málshátturinn eigi rætur að rekja til Biblíunnar, nánar tiltekið til fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls: „Í upphafi var orðið ...“ Í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540 er upphaf versins svona: „Í upphafi var orð ...“.

Heimildir:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. 1988. Lögberg, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.1.2016

Spyrjandi

Lára Óskarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2016, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70964.

Guðrún Kvaran. (2016, 11. janúar). Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70964

Guðrún Kvaran. „Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2016. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?
Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís hefur fleiri en eina merkingu:

  1. 'áreiðanlegur, öruggur, viss',
  2. 'vitur, sem hefur þekkingu til að bera',
  3. 'sem er vitað hvar er, er á sínum stað'.

Af þeim gæti helst fyrsta merkingin átt við, samanber vera vís til einvers 'vera líklegur til að gera eitthvað'. Hugsunin í málshættinum gæti þá verið: búast má við hverju sem er af orðum sem falla.

Hugsanlega er málshátturinn orð eru til alls vís ummyndum úr orð eru til alls fyrst. Merking hans er 'allt byrjar með því að talað sé um það'

Ég tel þó líklegra að málshátturinn orð eru til alls vís sé ummyndun úr orð eru til alls fyrst en sá málsháttur þekkist frá því því snemma á 19. öld. Merkingin er 'allt byrjar með því að talað sé um það'. Hann kemur fram í öllum málsháttasöfnum sem ég á og þekki.

Jón Friðjónsson (Mergur málsins, 429) telur að málshátturinn eigi rætur að rekja til Biblíunnar, nánar tiltekið til fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls: „Í upphafi var orðið ...“ Í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540 er upphaf versins svona: „Í upphafi var orð ...“.

Heimildir:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. 1988. Lögberg, Reykjavík.

Mynd:

...