Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?

Vilborg Davíðsdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau?

Laxdæla og Landnámabók segja frá því að Unnur/Auður hafi verið gefin Ólafi hvíta herkonungi sem vann Dyflinni á Írlandi og gerðist konungur yfir. Saman áttu þau einn son, Þorstein rauð. Hann eignaðist með Þuríði Eyvindardóttur, systur Helga magra, sex dætur og einn son. Þau hétu Gróa, Álöf, Ósk, Þórhildur, Þorgerður, Vigdís og Ólafur feilan.

Auður hafði barnabörn sín og Ólafs með sér í landnámsleiðangurinn til Íslands eftir fall Þorsteins í Skotlandi en á leiðinni var Gróa gefin manni í Orkneyjum og Álöf í Færeyjum. Gróa varð formóðir Orkneyjajarla, segir Landnáma, en Álöf ættmóðir Götuskeggja. Fjöldi persóna Íslendingasagna á ættir að rekja til þessa systkinahóps.

Ólafs hvíta (Amlaibh á írsku, frb. Alaif) og bræðra hans, Ívars (Ímar) og Auðgísls (Auisle) er ítrekað getið í annálum írskra munka og þeir sagðir synir Gofraid, konungs af Lochlainn. Herfloti víkinga undir forystu Ólafs kom til Dyflinnar árið 853 og vann skipavirkið úr höndum Dana sem höfðu ríkt þar skamma stund yfir, en fyrstur norrænna manna til að hafa vetursetu þar var víkingahöfðingi nefndur Turgesius, árið 841. Þjóðerni norrænna manna í Dyflinni er að vísu ekki óumdeilt því annálarnir tala um lið Ólafs sem Finngaill (ljósu útlendingana) og að á undan þeim hafi verið þar Dubhgaill (dökku útlendingarnir). Óvíst er því við hvað er nákvæmlega átt en þessir hópar áttu í átökum sín á milli.

Greint er frá bardögum Ólafs og Ívars og bandalögum þeirra við héraðskonunga á Írlandi, haugbroti í Boyne-dalnum þar sem þeir leituðu gersema í helgum grafhaugum frá steinöld, ránsferðum, hefndarvígum og átökum við Gall Gaedhel, blendinga norrænna manna og Íra sem gerðu strandhögg á Írlandi og telja má líklegt að hafi komið frá eyjunum við Skotland. Leiðtogi þessa hóps í einni slíkri orrustu er á írsku kallaður Caitil Find, Ketill hvíti, og mögulegt að það hafi verið Ketill flatnefur, faðir Auðar. Bræðurnir gerðu einnig innrás í Péttland (Skotland) árið 866 og árið 870 unnu þeir virki Breta í Strathclyde og tóku fjölda fanga sem voru seldir mansali í Dyflinni.

Turninn í Cluain Dolcáin.

Virki kennt við Ólaf, Dún Amlaibh, er sagt í annálum vera í Cluain Dolcáin. Þessi staður er í dag úthverfi Dyflinnar og þar er ríflega 25 metra hár turn frá 9. öld. Ólafur átti tvo syni á Írlandi sem annálarnir nefna Carlus og Oistin; ekki verður vitað hvort síðara nafnið er afbökun úr Eysteini eða Þorsteini. Báðir féllu í bardögum á Írlandi en íslenskar fornsögur tala aldrei um þá heldur aðeins um Þorstein rauð og að hann hafi fallið á Skotlandi. Carlus Ólafsson féll 868 við Killineer nálægt Boyne dalnum og Oistin Ólafsson var myrtur árið 875 af manni sem annálarnir kalla Albann. Sá var mögulega Hálfdan, leiðtogi víkinga sem lögðu undir sig Jórvík árið 866.

Þá eru nefndir með fornafni tveir tengdafeður Ólafs, þeir Áed og Cináed. Sá fyrrnefndi var líklega Áed Findliath sem var um tíma bandamaður en síðan andstæðingur Ólafs hvíta og sá seinni hugsanlega konungur Skota, Cináed mac Alpin. Ekki er getið um nöfn kvennanna sem ólu Ólafi synina tvo og Auðar er hvergi getið í írskum annálum.

Landnámu og Laxdælu ber ekki saman um ættir Ólafs hvíta og fræðimenn hafa eytt miklum tíma og prentsvertu í gegnum tíðina í að reyna að leysa úr þeirri flækju og finna þeim sögulega stoð, án sannfærandi árangurs. Sterk rök hafa hins vegar verið færð fyrir því að ríkið Lochlainn, hvaðan Ólafur og bræður hans komu til Írlands, sé ekki Noregur eins og áður var álitið hafi náð yfir heldur hafi þetta heiti verið haft um yfirráðasvæði norrænna manna á Bretlandseyjum, bæði eyjarnar fyrir norðan og vestan Skotland sem og nyrsta hluta meginlandsins.

Þessir atburðir á Írlandi og Skotlandi eru í frásagnarmiðju sögulegu skáldsagnanna Auður (2009) og Vígroði (2012), eftir höfund þessa svars.

Heimildir:

Höfundur

Vilborg Davíðsdóttir

rithöfundur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

15.3.2016

Spyrjandi

Sigurlaug Sæmundsdóttir

Tilvísun

Vilborg Davíðsdóttir. „Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2016, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71003.

Vilborg Davíðsdóttir. (2016, 15. mars). Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71003

Vilborg Davíðsdóttir. „Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2016. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71003>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau?

Laxdæla og Landnámabók segja frá því að Unnur/Auður hafi verið gefin Ólafi hvíta herkonungi sem vann Dyflinni á Írlandi og gerðist konungur yfir. Saman áttu þau einn son, Þorstein rauð. Hann eignaðist með Þuríði Eyvindardóttur, systur Helga magra, sex dætur og einn son. Þau hétu Gróa, Álöf, Ósk, Þórhildur, Þorgerður, Vigdís og Ólafur feilan.

Auður hafði barnabörn sín og Ólafs með sér í landnámsleiðangurinn til Íslands eftir fall Þorsteins í Skotlandi en á leiðinni var Gróa gefin manni í Orkneyjum og Álöf í Færeyjum. Gróa varð formóðir Orkneyjajarla, segir Landnáma, en Álöf ættmóðir Götuskeggja. Fjöldi persóna Íslendingasagna á ættir að rekja til þessa systkinahóps.

Ólafs hvíta (Amlaibh á írsku, frb. Alaif) og bræðra hans, Ívars (Ímar) og Auðgísls (Auisle) er ítrekað getið í annálum írskra munka og þeir sagðir synir Gofraid, konungs af Lochlainn. Herfloti víkinga undir forystu Ólafs kom til Dyflinnar árið 853 og vann skipavirkið úr höndum Dana sem höfðu ríkt þar skamma stund yfir, en fyrstur norrænna manna til að hafa vetursetu þar var víkingahöfðingi nefndur Turgesius, árið 841. Þjóðerni norrænna manna í Dyflinni er að vísu ekki óumdeilt því annálarnir tala um lið Ólafs sem Finngaill (ljósu útlendingana) og að á undan þeim hafi verið þar Dubhgaill (dökku útlendingarnir). Óvíst er því við hvað er nákvæmlega átt en þessir hópar áttu í átökum sín á milli.

Greint er frá bardögum Ólafs og Ívars og bandalögum þeirra við héraðskonunga á Írlandi, haugbroti í Boyne-dalnum þar sem þeir leituðu gersema í helgum grafhaugum frá steinöld, ránsferðum, hefndarvígum og átökum við Gall Gaedhel, blendinga norrænna manna og Íra sem gerðu strandhögg á Írlandi og telja má líklegt að hafi komið frá eyjunum við Skotland. Leiðtogi þessa hóps í einni slíkri orrustu er á írsku kallaður Caitil Find, Ketill hvíti, og mögulegt að það hafi verið Ketill flatnefur, faðir Auðar. Bræðurnir gerðu einnig innrás í Péttland (Skotland) árið 866 og árið 870 unnu þeir virki Breta í Strathclyde og tóku fjölda fanga sem voru seldir mansali í Dyflinni.

Turninn í Cluain Dolcáin.

Virki kennt við Ólaf, Dún Amlaibh, er sagt í annálum vera í Cluain Dolcáin. Þessi staður er í dag úthverfi Dyflinnar og þar er ríflega 25 metra hár turn frá 9. öld. Ólafur átti tvo syni á Írlandi sem annálarnir nefna Carlus og Oistin; ekki verður vitað hvort síðara nafnið er afbökun úr Eysteini eða Þorsteini. Báðir féllu í bardögum á Írlandi en íslenskar fornsögur tala aldrei um þá heldur aðeins um Þorstein rauð og að hann hafi fallið á Skotlandi. Carlus Ólafsson féll 868 við Killineer nálægt Boyne dalnum og Oistin Ólafsson var myrtur árið 875 af manni sem annálarnir kalla Albann. Sá var mögulega Hálfdan, leiðtogi víkinga sem lögðu undir sig Jórvík árið 866.

Þá eru nefndir með fornafni tveir tengdafeður Ólafs, þeir Áed og Cináed. Sá fyrrnefndi var líklega Áed Findliath sem var um tíma bandamaður en síðan andstæðingur Ólafs hvíta og sá seinni hugsanlega konungur Skota, Cináed mac Alpin. Ekki er getið um nöfn kvennanna sem ólu Ólafi synina tvo og Auðar er hvergi getið í írskum annálum.

Landnámu og Laxdælu ber ekki saman um ættir Ólafs hvíta og fræðimenn hafa eytt miklum tíma og prentsvertu í gegnum tíðina í að reyna að leysa úr þeirri flækju og finna þeim sögulega stoð, án sannfærandi árangurs. Sterk rök hafa hins vegar verið færð fyrir því að ríkið Lochlainn, hvaðan Ólafur og bræður hans komu til Írlands, sé ekki Noregur eins og áður var álitið hafi náð yfir heldur hafi þetta heiti verið haft um yfirráðasvæði norrænna manna á Bretlandseyjum, bæði eyjarnar fyrir norðan og vestan Skotland sem og nyrsta hluta meginlandsins.

Þessir atburðir á Írlandi og Skotlandi eru í frásagnarmiðju sögulegu skáldsagnanna Auður (2009) og Vígroði (2012), eftir höfund þessa svars.

Heimildir:

...