Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er þessi rauði þráður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dönsku eru notuð samböndin det går en rød tråd gennem noget (það gengur rauður þráður gegnum eitthvað) og noget går som en rød tråd gennem noget (eitthað gengur eins og rauður þráður gegnum eitthvað) (sjá Talemåder i dansk 2001:221) og hafa Íslendingar haft dönsku að fyrirmynd.


Í breska flotanum tíðkaðist að flétta rauðan þráð í kaðla og stög til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar.

Í þýsku er einnig talað um rauða þráðinn (der rote Faden) og ýtti mjög undir notkun orðasambandsins að skáldið og rithöfundurinn Wolfgang Goethe (1749–1832) gerði grein fyrir uppruna þess í bók sinni Wahlverwandschaften (öðrum hluta annars kafla). Þar segir hann frá því að í breska flotanum hafi tíðkast að flétta rauðan þráð í alla kaðla og öll stög af öllum stærðum og gerðum um borð í skipum sjóhersins til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar. Sjálfur notaði hann síðan líkinguna í bók sinni og þaðan er talið að komin sé merkingin ‘leiðarstef’ í rauða þræðinum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.2.2008

Spyrjandi

Björn Ómarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er þessi rauði þráður?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2008, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7106.

Guðrún Kvaran. (2008, 27. febrúar). Hver er þessi rauði þráður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7106

Guðrún Kvaran. „Hver er þessi rauði þráður?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2008. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7106>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er þessi rauði þráður?
Orðið þráður hefur fleiri en eina merkingu. Það merkir ‘band, ullarband, tvinni’, ‘taug, strengur’ og ‘uppistaða, burðarás, samhengi’. Sú síðasta á sennilega best við í samböndunum að eitthvað sé rauði þráðurinn í einhverju eða að eitthvað gangi eins og rauður þráður gegnum eitthvað ef litið er til upprunans. Í dönsku eru notuð samböndin det går en rød tråd gennem noget (það gengur rauður þráður gegnum eitthvað) og noget går som en rød tråd gennem noget (eitthað gengur eins og rauður þráður gegnum eitthvað) (sjá Talemåder i dansk 2001:221) og hafa Íslendingar haft dönsku að fyrirmynd.


Í breska flotanum tíðkaðist að flétta rauðan þráð í kaðla og stög til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar.

Í þýsku er einnig talað um rauða þráðinn (der rote Faden) og ýtti mjög undir notkun orðasambandsins að skáldið og rithöfundurinn Wolfgang Goethe (1749–1832) gerði grein fyrir uppruna þess í bók sinni Wahlverwandschaften (öðrum hluta annars kafla). Þar segir hann frá því að í breska flotanum hafi tíðkast að flétta rauðan þráð í alla kaðla og öll stög af öllum stærðum og gerðum um borð í skipum sjóhersins til þess að ekki færi milli mála að allt væri eign bresku krúnunnar. Sjálfur notaði hann síðan líkinguna í bók sinni og þaðan er talið að komin sé merkingin ‘leiðarstef’ í rauða þræðinum.

Mynd: