Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið sigtimjöl er ekki í íslensk-enskum orðabókum en í dansk-enskri orðabók er danska orðið "sigtemel" þýtt með "bolted flour" (Hermann Vinterberg og C. A. Bodelsen: Dansk-engelsk ordbog (1956)). Orðið "sigtimjöl" mætti því sennilega þýða með "bolted rye", ef það fyrirbæri er á annað borð til í enskumælandi löndum.
---
Orðið er tökuorð úr dönsku og er notað um fínmalað mjöl, oftast blöndu úr hveiti og rúgi. Skilgreiningar á orðinu eru nokkuð á reiki en við bakaradeild Menntaskólans í Reykjavík er sigtimjöl blanda af möluðu rúgmjöli þar sem dekksti hluti mjölsins hefur verið sigtaður frá og fínmöluðu hveiti (ekki samt alfínasti hluti hveitisins sem notaður er í hvítt hveiti). Hlutföllin eru 75% rúgur og 25% hveiti. Þessi skilgreining er notuð í Skandinavíu.
Sigtimjöl er notað í hálfgróf brauð, þétt og þung. Normalbrauð er stundum bakað úr sigtimjöli en þó getur það eins verið úr hreinum rúgi, það er að segja rúgsigtimjöli.
Hjá fyrirtækinu Kornax er hins vegar framleidd afurð sem kölluð er sigtimjöl en hún er eingöngu úr sigtuðu rúgmjöli.
Í heimildum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um orðið sigtimjöl, hvorki úr rituðu máli né talmáli.
Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=712.
Guðrún Kvaran. (2000, 2. ágúst). Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=712
Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=712>.