Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?

ÞV

Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stjörnu þar sem við sáum ekkert í gær, vegna þess að skilyrðin eru hagstæðari núna.

Vetrarbrautir sem við sjáum með berum augum innan um aragrúa fastastjarnanna á himninum eru örfáar og við þurfum raunar að horfa á þær í þokkalegum kíki til að gera okkur grein fyrir því að þær eru vetrarbrautir en ekki venjulegar fastastjörnur. Til þess að sjá fleiri vetrarbrautir þurfum við stór og fullkomin tæki og getur þá til dæmis verið gagnlegt að senda sjónauka út fyrir lofthjúpinn eins og gert var með Hubble-sjónaukann. En í hvert skipti sem nýtt og betra tæki bætist við tækjakost okkar sjáum við fleiri vetrarbrautir en áður. Þess er því ekki að vænta að við getum gert betur en að áætla fjölda vetrarbrauta.

Um það sem vitað er um vetrarbrautir og fjölda þeirra má lesa nánar með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Þetta finns sumum kannski súrt í broti, meðal annars vegna hugmynda um nákvæmni vísindanna. En það er ekki eina einkenni vísinda að beita ýtrustu nákvæmni alltaf þegar það á við, heldur þurfa vísindamenn líka að temja sér að gera sér sem ljósasta grein fyrir því hvað menn vita ekki og forðast að fullyrða of mikið um slíkt.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Bogi Ísak Bogason

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7124.

ÞV. (2008, 29. febrúar). Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7124

ÞV. „Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7124>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?
Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stjörnu þar sem við sáum ekkert í gær, vegna þess að skilyrðin eru hagstæðari núna.

Vetrarbrautir sem við sjáum með berum augum innan um aragrúa fastastjarnanna á himninum eru örfáar og við þurfum raunar að horfa á þær í þokkalegum kíki til að gera okkur grein fyrir því að þær eru vetrarbrautir en ekki venjulegar fastastjörnur. Til þess að sjá fleiri vetrarbrautir þurfum við stór og fullkomin tæki og getur þá til dæmis verið gagnlegt að senda sjónauka út fyrir lofthjúpinn eins og gert var með Hubble-sjónaukann. En í hvert skipti sem nýtt og betra tæki bætist við tækjakost okkar sjáum við fleiri vetrarbrautir en áður. Þess er því ekki að vænta að við getum gert betur en að áætla fjölda vetrarbrauta.

Um það sem vitað er um vetrarbrautir og fjölda þeirra má lesa nánar með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Þetta finns sumum kannski súrt í broti, meðal annars vegna hugmynda um nákvæmni vísindanna. En það er ekki eina einkenni vísinda að beita ýtrustu nákvæmni alltaf þegar það á við, heldur þurfa vísindamenn líka að temja sér að gera sér sem ljósasta grein fyrir því hvað menn vita ekki og forðast að fullyrða of mikið um slíkt.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....