Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

ÞV

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar.

Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka mundi margt skrýtið gerast. Jörðin mundi fara eftir beinni línu út í geiminn burt frá sólinni og hætta að frá ljós frá henni. Sólin mundi raunar líka leysast upp vegna þess að ekkert héldi henni saman. Hugsanlegt er að jarðskorpan mundi láta undan og jörðin líka splundrast. En ef það gerðist ekki strax þá mundu lausahlutir samt sópast út af jörðinni við minnsta tilefni. Ef ég spyrnti til dæmis í jörðina er eins víst að ég mundi aldrei lenda á henni aftur. Það er líka rétt sem spyrjandi segir að þyngdarkrafturinn heldur lofthjúpnum að jörðinni og við mundum því ekki fá neitt súrefni ef þetta gerðist.

Það sem veldur aðdráttarafli eða þyngdarkrafti er massi hlutanna eða efnismagn. Þyngdarkrafturinn berst gegnum efni þannig að við verðum meðal annars fyrir þyngdarkrafti frá efninu sem er hinum megin í jörðinni, rétt eins og frá öllu öðru efni í henni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Erla Ösp Hafþórsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!.“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7126.

ÞV. (2008, 29. febrúar). Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7126

ÞV. „Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!.“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7126>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar.

Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka mundi margt skrýtið gerast. Jörðin mundi fara eftir beinni línu út í geiminn burt frá sólinni og hætta að frá ljós frá henni. Sólin mundi raunar líka leysast upp vegna þess að ekkert héldi henni saman. Hugsanlegt er að jarðskorpan mundi láta undan og jörðin líka splundrast. En ef það gerðist ekki strax þá mundu lausahlutir samt sópast út af jörðinni við minnsta tilefni. Ef ég spyrnti til dæmis í jörðina er eins víst að ég mundi aldrei lenda á henni aftur. Það er líka rétt sem spyrjandi segir að þyngdarkrafturinn heldur lofthjúpnum að jörðinni og við mundum því ekki fá neitt súrefni ef þetta gerðist.

Það sem veldur aðdráttarafli eða þyngdarkrafti er massi hlutanna eða efnismagn. Þyngdarkrafturinn berst gegnum efni þannig að við verðum meðal annars fyrir þyngdarkrafti frá efninu sem er hinum megin í jörðinni, rétt eins og frá öllu öðru efni í henni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....