Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?

ÞV

Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara fara eftir vísbendingum þreytunnar eða fylgjast með sólarganginum. Eins er hægt að láta sólina segja sér til um hádegi því að þá er hún bæði í hásuðri og auk þess hæst á lofti yfir daginn. En stundum sést hún ekki fyrir skýjum og þá gengur þetta auðvitað ekki.

Á stjörnubjartri nóttu er á svipaðan hátt hægt að fylgjast með tímanum í grófum dráttum með því að athuga stöðu fastastjarnanna eða tunglsins á himninum.

Við vitum um svokallaðar vatnsklukkur á stöku stað í fornöld en þær byggjast á því að vatn er látið renna úr keri og fylgst með vatnsborðinu. Slíkar klukkur eru auðvitað ekki færanlegar og þær voru kannski í mesta lagi ein í hverju þorpi.

Sólúr hafa líka verið til lengi en þau eru heldur ekki færanleg. Þau mæla tímann þokkalega nákvæmlega yfir daginn, til dæmis upp á nokkrar mínútur, en þau koma aðeins að gagni á daginn og þá eingöngu þegar sér til sólar.

Hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Christiaan Huygens varð fyrstur til að smíða góða pendúlklukku árið 1656. Með klukkum hans var hægt að mæla tíma með allt að einnar sekúndu nákvæmni á sólarhring. Þar með má segja að komnar séu til sögunnar klukkur sem svipar til þeirra sem við þekkjum núna.

Við notum klukkur til margra hluta nú á dögum. Þær stýra ýmsum verkum og gerðum okkar yfir daginn, til dæmis að fara á fætur, borða, vinna og fara að sofa. Einnig hjálpa þær okkur til að samræma margt af því sem við gerum með öðrum, eins og til dæmis að hittast í kennslustundum í skólanum, mæta í leikskólanum á viðeigandi tíma, fara í bíó, mæta í vinnuna, horfa á sjónvarp og svo framvegis.

Ef klukkurnar hyrfu allt í einu úr lífi okkar mundi flest af þessu ruglast. Börnin mundu mæta hvert á sínum tíma í leikskólann og undir hælinn lagt hvort nokkur starfsmaður væri þar til að sinna þeim. Kennslustundir í skólum yrðu býsna skrýtnar af svipuðum ástæðum enda ómögulegt að vita hvenær kennarinn mætir. Bíó og leikhús yrðu líklega óstarfhæf og flest stefnumót mundu falla niður. Við mundum fara heim úr vinnunni þegar við værum orðin hæfilega þreytt og mundum ekkert vita hvort eða hvenær við gætum horft á sjónvarpið. Allt sem við ætlum að gera með öðrum yrði afar erfitt.

Já, þetta yrði býsna furðulegt líf!


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Friðjón og Páll Þórarinsson

Tilvísun

ÞV. „Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7133.

ÞV. (2008, 3. mars). Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7133

ÞV. „Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7133>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað mundi gerast ef klukka væri ekki til?
Klukkur hafa alls ekki alltaf verið til. Áður en þær komu til sögu höfðu menn samt ýmis ráð til að fylgjast nægilega vel með tímanum, miðað við þá lífshætti sem þá tíðkuðust. Það þarf til dæmis ekki klukku til að vakna þegar dagur er risinn eða fara að sofa þegar dimmir. Og ef sumarnóttin er björt má kannski bara fara eftir vísbendingum þreytunnar eða fylgjast með sólarganginum. Eins er hægt að láta sólina segja sér til um hádegi því að þá er hún bæði í hásuðri og auk þess hæst á lofti yfir daginn. En stundum sést hún ekki fyrir skýjum og þá gengur þetta auðvitað ekki.

Á stjörnubjartri nóttu er á svipaðan hátt hægt að fylgjast með tímanum í grófum dráttum með því að athuga stöðu fastastjarnanna eða tunglsins á himninum.

Við vitum um svokallaðar vatnsklukkur á stöku stað í fornöld en þær byggjast á því að vatn er látið renna úr keri og fylgst með vatnsborðinu. Slíkar klukkur eru auðvitað ekki færanlegar og þær voru kannski í mesta lagi ein í hverju þorpi.

Sólúr hafa líka verið til lengi en þau eru heldur ekki færanleg. Þau mæla tímann þokkalega nákvæmlega yfir daginn, til dæmis upp á nokkrar mínútur, en þau koma aðeins að gagni á daginn og þá eingöngu þegar sér til sólar.

Hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Christiaan Huygens varð fyrstur til að smíða góða pendúlklukku árið 1656. Með klukkum hans var hægt að mæla tíma með allt að einnar sekúndu nákvæmni á sólarhring. Þar með má segja að komnar séu til sögunnar klukkur sem svipar til þeirra sem við þekkjum núna.

Við notum klukkur til margra hluta nú á dögum. Þær stýra ýmsum verkum og gerðum okkar yfir daginn, til dæmis að fara á fætur, borða, vinna og fara að sofa. Einnig hjálpa þær okkur til að samræma margt af því sem við gerum með öðrum, eins og til dæmis að hittast í kennslustundum í skólanum, mæta í leikskólanum á viðeigandi tíma, fara í bíó, mæta í vinnuna, horfa á sjónvarp og svo framvegis.

Ef klukkurnar hyrfu allt í einu úr lífi okkar mundi flest af þessu ruglast. Börnin mundu mæta hvert á sínum tíma í leikskólann og undir hælinn lagt hvort nokkur starfsmaður væri þar til að sinna þeim. Kennslustundir í skólum yrðu býsna skrýtnar af svipuðum ástæðum enda ómögulegt að vita hvenær kennarinn mætir. Bíó og leikhús yrðu líklega óstarfhæf og flest stefnumót mundu falla niður. Við mundum fara heim úr vinnunni þegar við værum orðin hæfilega þreytt og mundum ekkert vita hvort eða hvenær við gætum horft á sjónvarpið. Allt sem við ætlum að gera með öðrum yrði afar erfitt.

Já, þetta yrði býsna furðulegt líf!


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....