Hvaðan kemur orðið gluggi? Orðið er frábrugðið mörgum öðrum germönskum tungumálum sem nota orð skyld vindauga úr gömlu norsku eða fenestram úr latínu.Orðið gluggur og veika myndin gluggi koma báðar þegar fyrir í fornritum. Í færeysku er til orðið gluggi 'ljósop, glergluggi', einnig gluggur, í nýnorsku glugg, glugge 'vindauga', í dönsku glug og í sænsku glugg 'ljósop í vegg'.

Orðið vindauga er til í íslensku og orðin gluggi, gluggur og glugg eru til í Norðurlandamálunum. Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur.
- Free photo: Window, Old Window, Old House - Free Image on Pixabay - 1204014. Höfundur myndar: AnnRos. (Sótt 9. 3. 2016).