Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?

MBS

Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum.

Þeir sem rannsaka vettvang glæpa vilja meina að allar athafnir skilji eftir sig einhver ummerki. Þó blóð sé þrifið upp skilur það til dæmis alltaf eftir sig einhver prótín. Með hjálp luminols hafa rannsóknarmenn getað nýtt sér þetta til að finna nákvæmlega hvar blóð hefur verið. Þeir leysa luminol upp í efnablöndu sem í er meðal annars vetnisperoxíð (H2O2) og hýdroxíð (HO). Luminol og vetnisperoxíð eru í rauninni megin efnin sem þarf í oxunina, en það er vetnisperoxíð sem gefur luminoli súrefnisfrumeindir. Til þess hins vegar að efnahvarfið komist almennilega af stað og einhver veruleg ljómun sjáist þarf einhver hvati að vera til staðar sem hraðar ferlinu. Hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að eyðast sjálf í hvörfunum. Slíkur hvati getur til dæmis verið járn (Fe) sem meðal annars má finna í prótíninu hemóglóbín í blóðinu.

Efnahvarfið fer fram nokkurn veginn þannig að luminol missir nitur- (N) og vetnisfrumeindir (H) en bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), það er oxast. Við þetta myndast efni sem kallast 3-amínóphthalate. Við myndun þessa efnis losnar orka á formi ljóseinda sem valda hinni bláu ljómun.

Ef luminol-blöndunni er spreyjað á stað þar sem blóð hefur verið kemst blandan í snertingu við hemóglóbín. Járnið í prótíninu hraðar oxuninni í blöndunni, 3-amínóphthalate myndast hraðar og mun meiri orka losnar sem veldur því að blandan fer að ljóma bláleitu ljósi. Ef öll ljós eru slökkt má þá sjá nokkuð greinilega hvar blóð hefur verið.

Sjónvarpsþættir og kvikmyndir síðustu ára hafa mikið fjallað um vettvangsrannsóknir og réttarrannsóknir í tengslum við sakamál. Þar eru glæpamenn handsamaðir eftir að ævintýralegri tækni hefur verið beitt á sönnunargögnin sem þeir skildu eftir sig. Því miður á megnið af þeirri tækni sem fram kemur í slíkum þáttum lítið skylt við raunveruleikann en rannsóknum af þessu tagi er töluvert ólíkt háttað í alvörunni. Þetta á þó ekki við um allt og stundum er byggt á raunverulegum aðferðum. Noktun efnisins luminol til að rekja blóðslóð er þar á meðal.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Helgi Ólafsson

Tilvísun

MBS. „Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7141.

MBS. (2008, 3. mars). Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7141

MBS. „Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7141>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?
Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum.

Þeir sem rannsaka vettvang glæpa vilja meina að allar athafnir skilji eftir sig einhver ummerki. Þó blóð sé þrifið upp skilur það til dæmis alltaf eftir sig einhver prótín. Með hjálp luminols hafa rannsóknarmenn getað nýtt sér þetta til að finna nákvæmlega hvar blóð hefur verið. Þeir leysa luminol upp í efnablöndu sem í er meðal annars vetnisperoxíð (H2O2) og hýdroxíð (HO). Luminol og vetnisperoxíð eru í rauninni megin efnin sem þarf í oxunina, en það er vetnisperoxíð sem gefur luminoli súrefnisfrumeindir. Til þess hins vegar að efnahvarfið komist almennilega af stað og einhver veruleg ljómun sjáist þarf einhver hvati að vera til staðar sem hraðar ferlinu. Hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að eyðast sjálf í hvörfunum. Slíkur hvati getur til dæmis verið járn (Fe) sem meðal annars má finna í prótíninu hemóglóbín í blóðinu.

Efnahvarfið fer fram nokkurn veginn þannig að luminol missir nitur- (N) og vetnisfrumeindir (H) en bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), það er oxast. Við þetta myndast efni sem kallast 3-amínóphthalate. Við myndun þessa efnis losnar orka á formi ljóseinda sem valda hinni bláu ljómun.

Ef luminol-blöndunni er spreyjað á stað þar sem blóð hefur verið kemst blandan í snertingu við hemóglóbín. Járnið í prótíninu hraðar oxuninni í blöndunni, 3-amínóphthalate myndast hraðar og mun meiri orka losnar sem veldur því að blandan fer að ljóma bláleitu ljósi. Ef öll ljós eru slökkt má þá sjá nokkuð greinilega hvar blóð hefur verið.

Sjónvarpsþættir og kvikmyndir síðustu ára hafa mikið fjallað um vettvangsrannsóknir og réttarrannsóknir í tengslum við sakamál. Þar eru glæpamenn handsamaðir eftir að ævintýralegri tækni hefur verið beitt á sönnunargögnin sem þeir skildu eftir sig. Því miður á megnið af þeirri tækni sem fram kemur í slíkum þáttum lítið skylt við raunveruleikann en rannsóknum af þessu tagi er töluvert ólíkt háttað í alvörunni. Þetta á þó ekki við um allt og stundum er byggt á raunverulegum aðferðum. Noktun efnisins luminol til að rekja blóðslóð er þar á meðal.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....