Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?

ÞV

Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þetta í grein sem nefnist Um hafís fyrir Suðurlandi: Frá landnámi til þessa dags

Þarna má meðal annars sjá eftirfarandi færslu úr heimildum:
1321. Óáran mikil á Íslandi og dóu menn víða af sulti. Ísar kringum Ísland, hvítabjörn kom á land í Heljarvík á Ströndum og drap 8 menn.
Vitað er að ísbirnir eru hættulegir mönnum ef þeir eru svangir. Þeir eru til dæmis miklu fljótari að hlaupa í snjó en menn og þýðir því lítið að ætla að flýja frá þeim ef þeir eru í vígahug. Á eyjaklasanum Svalbarða í Norður-Íshafinu eru ísbirnir til dæmis oft á sveimi í grennd við mannabyggð. Þar er mönnum ráðið frá því að fara í gönguferðir út fyrir þéttbýli nema þá vopnaðir, enda eru dæmi þess að ísbirnir hafa drepið menn á Svalbarða.Eins og sést er ekki gott að lenda í klóm ísbjarnar.

Fróðlegt er að velta fyrir sér af hverju ísbirnir hafi ekki haft fasta búsetu á Íslandi. Ein ástæðan er sú að ísbirnir hafa tiltölulega sérhæfðar aðferðir til að afla sér fæðu. Til dæmis veiða þeir mikið af sel við ísbrún eða í vökum. Þeir rota þá selinn á sérstakan hátt og kasta honum jafnvel upp á ísinn um leið. Hér á landi eru yfirleitt ekki góðar aðstæður til að beita þessari aðferð.

Önnur ástæða er sú að ísbirnir sem berast til Íslands eiga yfirleitt ekki afturkvæmt þannig að þeir einangrast þá frá stofninum og eiga ekki afkvæmi. Þó að ísbirnir séu duglegir að synda í sjó er ekki talið að þeir syndi miklu lengra en til dæmis 50 km. Það dugir þeim ekki til að fara alla leiðina milli Íslands og Grænlands. Flestir birnir sem berast hingað koma með ís eins og sjá má af heimildinni sem nefnd var hér á undan. Hafstraumar á Grænlandshafi (milli Íslands og Grænlands) eru frá norðri til suðurs og ísjakar berast þá einnig í þá stefnu. Ísbjörn sem ætlaði sér að komast til baka til Grænlands með ísjaka mundi því reka til suðurs og yfirleitt ekki komast til baka!

Páll Hersteinsson hefur skrifað skemmtilega og fróðlega grein um ísbirni og önnur spendýr á norðurslóðum í bókinni Undur veraldar sem kom út hjá Máli og menningu árið 1998. Einnig er fjallað ítarlega um ísbjörninn í glæsilegri bók hans Íslensk spendýr sem kom út hjá Máli og menningu árið 2004.

Mynd: supanet.com

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Alexander Jóhannsson

Tilvísun

ÞV. „Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7148.

ÞV. (2008, 4. mars). Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7148

ÞV. „Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7148>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?
Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þetta í grein sem nefnist Um hafís fyrir Suðurlandi: Frá landnámi til þessa dags

Þarna má meðal annars sjá eftirfarandi færslu úr heimildum:
1321. Óáran mikil á Íslandi og dóu menn víða af sulti. Ísar kringum Ísland, hvítabjörn kom á land í Heljarvík á Ströndum og drap 8 menn.
Vitað er að ísbirnir eru hættulegir mönnum ef þeir eru svangir. Þeir eru til dæmis miklu fljótari að hlaupa í snjó en menn og þýðir því lítið að ætla að flýja frá þeim ef þeir eru í vígahug. Á eyjaklasanum Svalbarða í Norður-Íshafinu eru ísbirnir til dæmis oft á sveimi í grennd við mannabyggð. Þar er mönnum ráðið frá því að fara í gönguferðir út fyrir þéttbýli nema þá vopnaðir, enda eru dæmi þess að ísbirnir hafa drepið menn á Svalbarða.Eins og sést er ekki gott að lenda í klóm ísbjarnar.

Fróðlegt er að velta fyrir sér af hverju ísbirnir hafi ekki haft fasta búsetu á Íslandi. Ein ástæðan er sú að ísbirnir hafa tiltölulega sérhæfðar aðferðir til að afla sér fæðu. Til dæmis veiða þeir mikið af sel við ísbrún eða í vökum. Þeir rota þá selinn á sérstakan hátt og kasta honum jafnvel upp á ísinn um leið. Hér á landi eru yfirleitt ekki góðar aðstæður til að beita þessari aðferð.

Önnur ástæða er sú að ísbirnir sem berast til Íslands eiga yfirleitt ekki afturkvæmt þannig að þeir einangrast þá frá stofninum og eiga ekki afkvæmi. Þó að ísbirnir séu duglegir að synda í sjó er ekki talið að þeir syndi miklu lengra en til dæmis 50 km. Það dugir þeim ekki til að fara alla leiðina milli Íslands og Grænlands. Flestir birnir sem berast hingað koma með ís eins og sjá má af heimildinni sem nefnd var hér á undan. Hafstraumar á Grænlandshafi (milli Íslands og Grænlands) eru frá norðri til suðurs og ísjakar berast þá einnig í þá stefnu. Ísbjörn sem ætlaði sér að komast til baka til Grænlands með ísjaka mundi því reka til suðurs og yfirleitt ekki komast til baka!

Páll Hersteinsson hefur skrifað skemmtilega og fróðlega grein um ísbirni og önnur spendýr á norðurslóðum í bókinni Undur veraldar sem kom út hjá Máli og menningu árið 1998. Einnig er fjallað ítarlega um ísbjörninn í glæsilegri bók hans Íslensk spendýr sem kom út hjá Máli og menningu árið 2004.

Mynd: supanet.com...