Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

ÞV

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð.

Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti örugglega búið til orð sem sé enn sjaldgæfara en þetta sem Ari nefndi. Tungumál eru nefnilega lifandi og það er ekkert sem bannar okkur að búa til ný orð eftir því sem okkur dettur í hug. Og Bjarni notar einmitt þetta sem rök fyrir máli sínu og segir við Ara:
Sjáðu til, þetta nýja orð sem ég bjó til, það er miklu sjaldgæfara en orðið þitt því að það er svo sjaldgæft að það hefur aldrei verið notað!

Ómögulegt er að nefna eitt orð sem er minnst notað á latínu. Nokkuð víst má telja að það sé ekki eitt af þeim sem hafa verið rist í þessa steintöflu, því ný orð sem búin hafa verið til og aldrei verið notuð eru öll minna notuð en þessi hér sem hafa að minnsta kosti verið notuð einu sinni, og sennilega oftar.

Gott og vel, segjum við kannski, en er þá ekki orðið sem Bjarni bjó til sjaldgæfast? Nei, segir Daði vinur þeirra Ara og Bjarna, sem er líka nokkuð glöggur: Þetta nýja orð getur ekki verið sjaldgæfast af öllum, því að öll ný orð sem við búum til og hafa aldrei verið notuð eru jafnsjaldgæf!

Og vonandi eru þeir Ari, Bjarni og Daði svolitlu fróðari um rökfræði og hugsun okkar mannanna eftir þessa æfingu! Slíkar æfingar eru margar og má finna ýmsar þeirra á Vísindavefnum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Hálfdán Bjarnason

Tilvísun

ÞV. „Hvert er minnst notaða orð á latínu?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7150.

ÞV. (2008, 4. mars). Hvert er minnst notaða orð á latínu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7150

ÞV. „Hvert er minnst notaða orð á latínu?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er minnst notaða orð á latínu?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð.

Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti örugglega búið til orð sem sé enn sjaldgæfara en þetta sem Ari nefndi. Tungumál eru nefnilega lifandi og það er ekkert sem bannar okkur að búa til ný orð eftir því sem okkur dettur í hug. Og Bjarni notar einmitt þetta sem rök fyrir máli sínu og segir við Ara:
Sjáðu til, þetta nýja orð sem ég bjó til, það er miklu sjaldgæfara en orðið þitt því að það er svo sjaldgæft að það hefur aldrei verið notað!

Ómögulegt er að nefna eitt orð sem er minnst notað á latínu. Nokkuð víst má telja að það sé ekki eitt af þeim sem hafa verið rist í þessa steintöflu, því ný orð sem búin hafa verið til og aldrei verið notuð eru öll minna notuð en þessi hér sem hafa að minnsta kosti verið notuð einu sinni, og sennilega oftar.

Gott og vel, segjum við kannski, en er þá ekki orðið sem Bjarni bjó til sjaldgæfast? Nei, segir Daði vinur þeirra Ara og Bjarna, sem er líka nokkuð glöggur: Þetta nýja orð getur ekki verið sjaldgæfast af öllum, því að öll ný orð sem við búum til og hafa aldrei verið notuð eru jafnsjaldgæf!

Og vonandi eru þeir Ari, Bjarni og Daði svolitlu fróðari um rökfræði og hugsun okkar mannanna eftir þessa æfingu! Slíkar æfingar eru margar og má finna ýmsar þeirra á Vísindavefnum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....