Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Dreymir ketti?

JGÞ

Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru.

Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, til dæmis vöðvaspenna og öndun og hjarta- og heilarit eru tekin. Mælingar á þessum þáttum sýna að kettir sofa draumsvefni. Þeir hafa hraðar augnhreyfingar, smáhreyfingar á eyrum, veiðihárum og jafnvel loppum, og anda auk þess óreglulega.

Við fáum seint að vita hvort og þá hvað þessa ketti er að dreyma.

Það er hins vegar ólíklegt að við fáum einhvern tíma svar við því hvort kettina dreymi myndræna drauma á sama hátt og við.

Hægt er að lesa meira um draumsvefn dýra í fróðlegu svari Bjargar Þorleifsdóttur við spurningunni Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra? en þetta svar byggir á því.

Mynd: Gattile Pipistrello. Sótt 2. 5. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Guðmundur Örn Guðjónsson, f. 1995
Grétar Guðmundsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Dreymir ketti?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7157.

JGÞ. (2008, 4. mars). Dreymir ketti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7157

JGÞ. „Dreymir ketti?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7157>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Dreymir ketti?
Það er erfitt að svara spurningunni hvort ketti dreymi drauma eins og menn. Ástæðan fyrir því er sú að þótt við spyrjum kettina um þetta geta þeir ekki svarað okkur með því að lýsa draumum sínum, ef einhverjir eru.

Vísindamenn hafa þó reynt að komast að þessu með því að taka svokallað svefnrit af dýrum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, til dæmis vöðvaspenna og öndun og hjarta- og heilarit eru tekin. Mælingar á þessum þáttum sýna að kettir sofa draumsvefni. Þeir hafa hraðar augnhreyfingar, smáhreyfingar á eyrum, veiðihárum og jafnvel loppum, og anda auk þess óreglulega.

Við fáum seint að vita hvort og þá hvað þessa ketti er að dreyma.

Það er hins vegar ólíklegt að við fáum einhvern tíma svar við því hvort kettina dreymi myndræna drauma á sama hátt og við.

Hægt er að lesa meira um draumsvefn dýra í fróðlegu svari Bjargar Þorleifsdóttur við spurningunni Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra? en þetta svar byggir á því.

Mynd: Gattile Pipistrello. Sótt 2. 5. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....