Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?

JGÞ

Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra.

Í svari eftir Björn Sigurð Gunnarsson við spurningunni Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? lesum við að meðalþyng 11-14 ára drengja samkvæmt dönskum heimildum er um 40 kíló og það er ekkert verri tala en hver önnur til að reikna út hversu þung húð á 13 ára krakka er.

Í fróðlegu svari eftir Stefán B. Sigurðsson við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að í fullorðnum manni vegur húðin um það bil 5 kílógrömm og þekur um 2 fermetra.

Húð á 13 ára krakka sem vegur um 40 kílógrömm er því líklega um það bil 3 kílógrömm.


Hvað eru mörg kílógrömm af húð á þessari mynd?

Í 20 manna bekk þar sem meðalþyngd nemendanna er 40 kíló eru þess vegna um 60 kíló af húð í skólastofunni. Húð kennarans bætist síðan við þá tölu, en hún er kannski um 4 til 5 kílógrömm. Alls eru þá um 65 kílógrömm af húð í 20 manna bekk þegar kennarinn er líka í stofunni.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Katrín Fjóla Óladóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7160.

JGÞ. (2008, 4. mars). Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7160

JGÞ. „Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7160>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?
Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra.

Í svari eftir Björn Sigurð Gunnarsson við spurningunni Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? lesum við að meðalþyng 11-14 ára drengja samkvæmt dönskum heimildum er um 40 kíló og það er ekkert verri tala en hver önnur til að reikna út hversu þung húð á 13 ára krakka er.

Í fróðlegu svari eftir Stefán B. Sigurðsson við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að í fullorðnum manni vegur húðin um það bil 5 kílógrömm og þekur um 2 fermetra.

Húð á 13 ára krakka sem vegur um 40 kílógrömm er því líklega um það bil 3 kílógrömm.


Hvað eru mörg kílógrömm af húð á þessari mynd?

Í 20 manna bekk þar sem meðalþyngd nemendanna er 40 kíló eru þess vegna um 60 kíló af húð í skólastofunni. Húð kennarans bætist síðan við þá tölu, en hún er kannski um 4 til 5 kílógrömm. Alls eru þá um 65 kílógrömm af húð í 20 manna bekk þegar kennarinn er líka í stofunni.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....