Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða.

Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli.

Orðasambandið að vera á bísanum er notað um þá sem lifa á smáhnupli og sníkjum, oft um útigangsmenn.

Orðin eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:57) er enska orðið beachcomber 'flækingur eða iðjuleysingi við höfn eða sjávarsíðu' talið liggja að baki en íslensku orðmyndirnar sennilega sniðnar eftir norskum og sænskum styttingum. Í sænskum mállýskum er til sambandið gå på bitsen í merkingunni 'hnupla’.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.4.2016

Spyrjandi

Helga Dís Björgúlfsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2016. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=71652.

Guðrún Kvaran. (2016, 11. apríl). Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71652

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2016. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71652>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?
Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða.

Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli.

Orðasambandið að vera á bísanum er notað um þá sem lifa á smáhnupli og sníkjum, oft um útigangsmenn.

Orðin eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:57) er enska orðið beachcomber 'flækingur eða iðjuleysingi við höfn eða sjávarsíðu' talið liggja að baki en íslensku orðmyndirnar sennilega sniðnar eftir norskum og sænskum styttingum. Í sænskum mállýskum er til sambandið gå på bitsen í merkingunni 'hnupla’.

Heimildir og mynd:

...