Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvers vegna fær maður blóðnasir?

ÞV

Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum.

Blóðþynning, t.d. vegna lyfja, getur einnig valdið blóðnösum. Meðal þeirra lyfja sem geta haft slík áhrif eru algeng efni eins og magnýl og önnur lyf við höfuðverk. Líkurnar á blóðnösum eru síðan að sjálfsögðu enn meiri ef saman fer háþrýstingur og blóðþynning.

Blóðnasir geta líka komið fram vegna þess að eitthvað sé að æðunum í nefinu.

Ef fólk fær oft blóðnasir er sjálfsagt að leita læknis. Læknar geta til dæmis brennt fyrir æðar í nefi til að draga verulega úr líkum á blæðingu.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.3.2008

Spyrjandi

Guðrún Brjánsdóttir, f. 1995
Þórður Örn Helgason, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Hvers vegna fær maður blóðnasir?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7167.

ÞV. (2008, 5. mars). Hvers vegna fær maður blóðnasir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7167

ÞV. „Hvers vegna fær maður blóðnasir?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7167>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fær maður blóðnasir?
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum.

Blóðþynning, t.d. vegna lyfja, getur einnig valdið blóðnösum. Meðal þeirra lyfja sem geta haft slík áhrif eru algeng efni eins og magnýl og önnur lyf við höfuðverk. Líkurnar á blóðnösum eru síðan að sjálfsögðu enn meiri ef saman fer háþrýstingur og blóðþynning.

Blóðnasir geta líka komið fram vegna þess að eitthvað sé að æðunum í nefinu.

Ef fólk fær oft blóðnasir er sjálfsagt að leita læknis. Læknar geta til dæmis brennt fyrir æðar í nefi til að draga verulega úr líkum á blæðingu.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....