Sólin Sólin Rís 04:15 • sest 22:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:52 • Sest 07:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Guðrún Kvaran

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum notað í mállýskum, í bornhólmsku 'eitthvað sem hangir eða loðir við’.

Í Íslenskri orðsifjabók (1989:470) er gert ráð fyrir að klabb í íslensku sé tökuorð úr gamalli dönsku en orðið finnst ekki lengur í nýlegum dönskum orðabókum. Í sögulegu dönsku orðabókinni (Ordbog over det danske sprog) er fyrst nefnd bornhólmska merkingin, síðan 'trjábútur, styrktarbútur’, sem virðist úr jósku, og að lokum 'illa unnið verk’.

Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, í bornhólmsku er það haft um 'eitthvað sem hangir eða loðir við’.

Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1963 er ? sett framan við orðið en það var gert ef ritstjóri leit svo á að um vont mál væri að ræða, orð eða merkingu sem forðast bæri í íslensku. Spurningarmerkið hélst í endurútgáfunni 1983 en var fellt niður í síðari útgáfum.

Orðasambandið heila klabbið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðjum sjöunda áratug tuttugustu aldar. Á vefnum timarit.is er elsta dæmi úr blaðinu Glettingi frá 1932. Líklegast er að orðasambandið sé fengið að láni úr dönsku, hele klabbet, en samsvarandi orðasambönd eru einnig í norsku og sænsku.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. 1989. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  • Ordbog over det danske Sprog sjá: http://ordnet.dk/ods/

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.5.2016

Spyrjandi

Anna Bjarnsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2016. Sótt 26. júlí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=71690.

Guðrún Kvaran. (2016, 6. maí). Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71690

Guðrún Kvaran. „Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2016. Vefsíða. 26. júl. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71690>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum notað í mállýskum, í bornhólmsku 'eitthvað sem hangir eða loðir við’.

Í Íslenskri orðsifjabók (1989:470) er gert ráð fyrir að klabb í íslensku sé tökuorð úr gamalli dönsku en orðið finnst ekki lengur í nýlegum dönskum orðabókum. Í sögulegu dönsku orðabókinni (Ordbog over det danske sprog) er fyrst nefnd bornhólmska merkingin, síðan 'trjábútur, styrktarbútur’, sem virðist úr jósku, og að lokum 'illa unnið verk’.

Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, í bornhólmsku er það haft um 'eitthvað sem hangir eða loðir við’.

Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1963 er ? sett framan við orðið en það var gert ef ritstjóri leit svo á að um vont mál væri að ræða, orð eða merkingu sem forðast bæri í íslensku. Spurningarmerkið hélst í endurútgáfunni 1983 en var fellt niður í síðari útgáfum.

Orðasambandið heila klabbið virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðjum sjöunda áratug tuttugustu aldar. Á vefnum timarit.is er elsta dæmi úr blaðinu Glettingi frá 1932. Líklegast er að orðasambandið sé fengið að láni úr dönsku, hele klabbet, en samsvarandi orðasambönd eru einnig í norsku og sænsku.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. 1989. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
  • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
  • Ordbog over det danske Sprog sjá: http://ordnet.dk/ods/

Mynd:...