Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tvær meginástæður eru til þess að menn eða önnur dýr fitna: Annars vegar of mikið af orkuríkum mat og hins vegar of lítil orkunotkun með hreyfingu. Breytingar á íslenskum börnum og öðrum Íslendingum að undanförnu stafa af þessum tveimur ástæðum. Annars vegar þarf fólk ekki lengur að spara við sig matinn eins og gert var áður fyrr og hins vegar hreyfir fólk sig ekki nógu mikið.
Fyrir hálfri öld eða svo var bílaeign til dæmis ekki nærri því eins algeng og nú er. Fólk fór oft sinna ferða gangandi enda voru borgir eða þéttbýliskjarnar ekki svo stórir að slíkt tæki of langan tíma. Kannski hafði fólk líka meiri tíma. En einnig voru strætisvagnar hlutfallslega meira notaðir þá. Bílaumferð var miklu minni og engar sérstakar hættur við það að börn færu gangandi í skólann. Börn léku sér líka miklu meira úti við og brenndu þá orku í stað þess að sitja hreyfingarlítil við sjónvarp eða tölvuskjá. Auk þess var erfiðisvinna miklu algengari þá. Margir sem unnu slíka vinnu borðuðu miklu fleiri og stærri máltíðir en nú tíðkast en urðu samt ekki feitir af því að þeir brenndu svo mikilli orku í vinnunni.
Margar af þessum breytingum sem hér hafa verið nefndar urðu miklu fyrr í Bandaríkjunum en í Evrópu. Bílaeign hefur til dæmis lengst af verið miklu meiri þar og eins sjónvarpsnotkun, ekki síst hjá börnum. Auk þess virðast fjölmennir hópar í Bandaríkjunum lengi hafa hugsað frekar lítið um fæðuval. Sætir gosdrykkir eins og Coca Cola eru þar afar vinsælir og eins er til dæmis fróðlegt að sjá hakkaða kjötið í bandarískum stórmörkuðum: Það er flokkað eftir fitumagni og feitasta kjötið getur verið margfalt ódýrara en það magrasta, þannig að neytandi sem hugsar eingöngu um kostnaðarhliðina hneigist þá til að kaupa óhollasta hakkið.
Af því að við erum stödd á vísindavef er freistandi að líta betur á dýrin. Við sjáum auðvitað oft alltof feit eða þung gæludýr eða húsdýr enda eru sum þeirra hreinlega ætluð til kjötframleiðslu. En hvernig er þetta úti í náttúrunni? Eru villt dýr yfirleitt of feit? Svarið er nei og það er af því að oft og tíðum mundi fitan svo að segja útrýma sér sjálf. Ef grasbítur eins og antilópa étur of mikið verður hún þung á sér og auðveld bráð fyrir rándýrin sem hlaupa hana uppi. Ef rándýr verður hins vegar of feitt getur það ekki lengur elt uppi bráðina. Það megrast því nánast sjálfkrafa þangað til það verður nægilega létt á sér til að geta náð í bráð. Og jafnvel þótt dýr þurfi kannski ekki að hafa mjög mikið fyrir að afla sér fæðu gerir fitan það kannski værukært þannig að það nennir ekki að ná sér í meiri mat nema óhófleg fita sé að hverfa.
Hvernig væri að við tækjum dýrin okkur til fyrirmyndar?
---------
Hægt er að sjá miklu meira efni um þessi mál með því að smella á efnisorðin með svarinu, til dæmis offitu.
ÞV. „Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7176.
ÞV. (2008, 5. mars). Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7176
ÞV. „Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7176>.