Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hver er algengasta paddan á Íslandi?

JMH

Orðið padda getur átt við ýmislegt. Til dæmis segjum við stundum við þá sem koma illa fram við okkur að þeir séu 'algjörar pöddur'. Eins er padda haft um litla krakka og smávaxna menn. En padda er einnig annað heiti yfir skordýr og í þessu svari gerum við ráð fyrir að spyrjandi hafi þá merkingu í huga.

Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á stofnstærð skordýra hér á landi. Þess vegna er afar erfitt að átta sig á einstaklingsfjölda þeirra fjölmörgu skordýrategunda sem finnast á Íslandi. Við þessari spurningu fæst þess vegna ekki afdráttarlaust svar.

Á Íslandi lifa um 1.100 tegundir skordýra. Mismikið ber á þessum tegundum í íslenskri náttúru. Sumar tegundir eru meira áberandi er aðrar, sérstaklega á þeim árstíma þegar þær eru hvað sýnilegastar.

Tegundir tvívængja af ætt rykmýs eru afar algengar á sumum svæðum á Íslandi. Rykmýið eru ríkjandi hryggleysingjar í straumvötnum um allt land auk þess sem skyld ætt tvívængja, bitmý, er einnig algeng, til dæmis við Mývatn. Algengasta bitmýstegundin er bitvargur (Simulium vittatum) sem við verðum stundum óþægilega vör við á sumrin. Bitvargurinn er ein fárra tegunda íslenskra skordýra sem leggst á menn og önnur spendýr og sýgur úr þeim blóð.


Um 80 tegundir af stökkmor hafa fundist hér á landi.

Einstaklingsfjöldi margra tegunda smávaxinna jarðvegsskordýra getur einnig verið afar gríðalegur. Það á til dæmis við um stökkmor. Hérlendis hafa fundist um það bil 80 tegundir af stökkmor. Stökkmor er mikilvægur fyrir rotnun jurta- og dýraleifa og sums staðar erlendis er vitað að tugþúsundir stökkmora finnast á tiltölulega litlu svæði. Jafnvel er áætlað að allt að 100.000 einstaklingar gætu verið í einum rúmmetra af jarðvegi við bestu skilyrði.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.3.2008

Spyrjandi

Þórhildur Dagbjört Sigurjónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Hver er algengasta paddan á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7188.

JMH. (2008, 6. mars). Hver er algengasta paddan á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7188

JMH. „Hver er algengasta paddan á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7188>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasta paddan á Íslandi?
Orðið padda getur átt við ýmislegt. Til dæmis segjum við stundum við þá sem koma illa fram við okkur að þeir séu 'algjörar pöddur'. Eins er padda haft um litla krakka og smávaxna menn. En padda er einnig annað heiti yfir skordýr og í þessu svari gerum við ráð fyrir að spyrjandi hafi þá merkingu í huga.

Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á stofnstærð skordýra hér á landi. Þess vegna er afar erfitt að átta sig á einstaklingsfjölda þeirra fjölmörgu skordýrategunda sem finnast á Íslandi. Við þessari spurningu fæst þess vegna ekki afdráttarlaust svar.

Á Íslandi lifa um 1.100 tegundir skordýra. Mismikið ber á þessum tegundum í íslenskri náttúru. Sumar tegundir eru meira áberandi er aðrar, sérstaklega á þeim árstíma þegar þær eru hvað sýnilegastar.

Tegundir tvívængja af ætt rykmýs eru afar algengar á sumum svæðum á Íslandi. Rykmýið eru ríkjandi hryggleysingjar í straumvötnum um allt land auk þess sem skyld ætt tvívængja, bitmý, er einnig algeng, til dæmis við Mývatn. Algengasta bitmýstegundin er bitvargur (Simulium vittatum) sem við verðum stundum óþægilega vör við á sumrin. Bitvargurinn er ein fárra tegunda íslenskra skordýra sem leggst á menn og önnur spendýr og sýgur úr þeim blóð.


Um 80 tegundir af stökkmor hafa fundist hér á landi.

Einstaklingsfjöldi margra tegunda smávaxinna jarðvegsskordýra getur einnig verið afar gríðalegur. Það á til dæmis við um stökkmor. Hérlendis hafa fundist um það bil 80 tegundir af stökkmor. Stökkmor er mikilvægur fyrir rotnun jurta- og dýraleifa og sums staðar erlendis er vitað að tugþúsundir stökkmora finnast á tiltölulega litlu svæði. Jafnvel er áætlað að allt að 100.000 einstaklingar gætu verið í einum rúmmetra af jarðvegi við bestu skilyrði.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....