Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?

Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina sem taldir eru vera brot úr kjarna reikistjörnu sem splundraðist. Utan um kjarnann er svo jarðmöttullinn, um 2900 km þykkur, og loks jarðskorpan sem er 6-40 km þykk, eftir stöðum á jörðinni.

Við mörk jarðmöttuls og -kjarna hækkar hitinn úr 3250°C í 5000 gráður. Í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Allar þessar tölur eru með 500-1000°C óvissu.

Sjá nánar um hita í iðrum jarðar í svari við spurningunni Hvað er hægt að segja um liti í kjarna og í möttli jarðar?

Fjallað er um möttul jarðar, næsta hluta utan við kjarnann, í svari sama höfundar við spurningunni Úr hverju er möttull jarðar?

Útgáfudagur

3.8.2000

Spyrjandi

Snærós Sindradóttir og Guðfinnur Sveinsson

Efnisorð

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2000. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=719.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 3. ágúst). Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=719

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2000. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=719>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.