Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?

JMH

Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð.


Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus.

Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-6. Gotið fer fram í greni, sem annað hvort er í urð eða grafið í jarðveg. Dýrin verða kynþroska á fyrsta ári og einkvæni er algengast meðal refa. Læðurnar sjá um að afla fæðu en steggirnir verja óðulin að mestu einir.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Rakel Brynjólfsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7203.

JMH. (2008, 7. mars). Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7203

JMH. „Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?
Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð.


Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus.

Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-6. Gotið fer fram í greni, sem annað hvort er í urð eða grafið í jarðveg. Dýrin verða kynþroska á fyrsta ári og einkvæni er algengast meðal refa. Læðurnar sjá um að afla fæðu en steggirnir verja óðulin að mestu einir.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....