Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?

JMH

Náttúrufræðingar hafa nokkrum sinnum farið til Flateyjar og kannað þar fuglalíf. Til að mynda fór Ævar Petersen dýrafræðingar þangað árið 1977 og taldi meðal annars fugla. Niðurstöðurnar úr rannsókn Ævars birtust í grein árið 1979.


Loftmynd af Flatey á Breiðafirði.

Sumarið 1977 fundu Ævar og félagar 21 verpandi fuglategund í Flatey. Af þessum tegundum lifa sennilega 11 þeirra alfarið á sjávarfangi, annað hvort úr hafinu eða úr fjörunni. Þetta eru eftirtaldar tegundir:
  • fýll
  • æðarfugl
  • toppönd
  • tjaldur
  • lóuþræll
  • toppönd
  • hettumáfur
  • rita
  • kría
  • teista
  • lundi
Sex tegundir mó- og votlendisfugla lifa á skordýrum og öðrum hryggleysingjum sem finnast á eyjunni. Það eru:
  • skógarþröstur
  • steindepill
  • þúfutittlingur
  • snjótittlingur
  • stelkur
  • hrossagaukur
Einnig hefur þórshani fundist verpandi í Flatey, auk óðinshana. Endur sem verpa á eyjum eins og Flatey leita fæðu bæði á vötnum og í hafinu en sjálfsagt fá þær megnið af fæðunni úr hafinu.

Algengasti varpfugl eyjunnar er krían en eitt stærsta kríuvarp landsins hefur lengi verið í Flatey. Þar hafa stundum verið 2000 pör en eitthvað hefur kríunni fækkað síðastliðin ár vegna minna framboðs á helstu fæðu kríunnar, sandsíli.

Af þessari upptalningu þá má ætla að flestir fuglar sem verpa í Flatey finni sér fæðu í sjó eða fjörum eyjarinnar.

  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 10. 3. 2008.

  • Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

    Höfundur

    Jón Már Halldórsson

    líffræðingur

    Útgáfudagur

    10.3.2008

    Spyrjandi

    Sigurður Jens Albertsson, f. 1995

    Tilvísun

    JMH. „Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7209.

    JMH. (2008, 10. mars). Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7209

    JMH. „Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7209>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?
    Náttúrufræðingar hafa nokkrum sinnum farið til Flateyjar og kannað þar fuglalíf. Til að mynda fór Ævar Petersen dýrafræðingar þangað árið 1977 og taldi meðal annars fugla. Niðurstöðurnar úr rannsókn Ævars birtust í grein árið 1979.


    Loftmynd af Flatey á Breiðafirði.

    Sumarið 1977 fundu Ævar og félagar 21 verpandi fuglategund í Flatey. Af þessum tegundum lifa sennilega 11 þeirra alfarið á sjávarfangi, annað hvort úr hafinu eða úr fjörunni. Þetta eru eftirtaldar tegundir:
    • fýll
    • æðarfugl
    • toppönd
    • tjaldur
    • lóuþræll
    • toppönd
    • hettumáfur
    • rita
    • kría
    • teista
    • lundi
    Sex tegundir mó- og votlendisfugla lifa á skordýrum og öðrum hryggleysingjum sem finnast á eyjunni. Það eru:
    • skógarþröstur
    • steindepill
    • þúfutittlingur
    • snjótittlingur
    • stelkur
    • hrossagaukur
    Einnig hefur þórshani fundist verpandi í Flatey, auk óðinshana. Endur sem verpa á eyjum eins og Flatey leita fæðu bæði á vötnum og í hafinu en sjálfsagt fá þær megnið af fæðunni úr hafinu.

    Algengasti varpfugl eyjunnar er krían en eitt stærsta kríuvarp landsins hefur lengi verið í Flatey. Þar hafa stundum verið 2000 pör en eitthvað hefur kríunni fækkað síðastliðin ár vegna minna framboðs á helstu fæðu kríunnar, sandsíli.

    Af þessari upptalningu þá má ætla að flestir fuglar sem verpa í Flatey finni sér fæðu í sjó eða fjörum eyjarinnar.

  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 10. 3. 2008.

  • Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....