Sólin Sólin Rís 05:09 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:44 • Sest 04:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:28 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 12:35 í Reykjavík

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?

ÞV

Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri hæð sem við vitum að tréð á eftir að ná. Við getum þá engan veginn sagt fyrir um hvort einhver grein á trénu muni hitta á boltann. Á sama hátt getum við ekki sagt fyrir um hvernig tiltekin tegund lífvera muni hafa þróast eftir 100 þúsund eða milljón ár.

Apar og menn eru taldir vera komnar af einni og sömu tegund fyrir langalöngu. Útfrá þeirri tegund hafa trúlega fyrst myndast tvær og síðan hefur tegundunum fjölgað smám saman, því að tegundir apa eru býsna margar eins og við vitum. Fyrst eftir að tvær nýjar tegundir verða til úr einni eru þær býsna líkar en það felst í orðinu tegund að einstaklingar af hvorri tegund um sig geta ekki átt frjó afkvæmi saman. Tegundirnar tvær verða svo smám saman ólíkari þegar tíminn líður.

Tegundamyndun getur til dæmis orðið við það að tveir stofnar (hópar) af sömu tegund aðskiljast landfræðilega. Það getur gerst þegar loftslagið kólnar og einstök dýr eða jurtir komast ekki lengur upp í tiltekið fjallaskarð. Þá geta tvær tegundir myndast úr einni, hvor sínum megin við skarðið. Svipað getur gerst í stöðuvatni þegar það skiptist af einhverjum ástæðum í tvö vötn, og þannig mætti lengi telja.

Ytri aðstæður eins og loftslag, landslag og annað umhverfi hafa mikil áhrif á þróun tegundanna sem felur í sér að þær laga sig eftir aðstæðum. Þess vegna er eðlilegt að þróun tegunda sem lifa við mismunandi aðstæður verði innbyrðist mjög ólík, og það á einmitt við um hinar ýmsu tegundir manna og apa.

Hægt er að finna fleir svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Viktor Snær Sveinbjörsson

Tilvísun

ÞV. „Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008. Sótt 12. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7223.

ÞV. (2008, 12. mars). Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7223

ÞV. „Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 12. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7223>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri hæð sem við vitum að tréð á eftir að ná. Við getum þá engan veginn sagt fyrir um hvort einhver grein á trénu muni hitta á boltann. Á sama hátt getum við ekki sagt fyrir um hvernig tiltekin tegund lífvera muni hafa þróast eftir 100 þúsund eða milljón ár.

Apar og menn eru taldir vera komnar af einni og sömu tegund fyrir langalöngu. Útfrá þeirri tegund hafa trúlega fyrst myndast tvær og síðan hefur tegundunum fjölgað smám saman, því að tegundir apa eru býsna margar eins og við vitum. Fyrst eftir að tvær nýjar tegundir verða til úr einni eru þær býsna líkar en það felst í orðinu tegund að einstaklingar af hvorri tegund um sig geta ekki átt frjó afkvæmi saman. Tegundirnar tvær verða svo smám saman ólíkari þegar tíminn líður.

Tegundamyndun getur til dæmis orðið við það að tveir stofnar (hópar) af sömu tegund aðskiljast landfræðilega. Það getur gerst þegar loftslagið kólnar og einstök dýr eða jurtir komast ekki lengur upp í tiltekið fjallaskarð. Þá geta tvær tegundir myndast úr einni, hvor sínum megin við skarðið. Svipað getur gerst í stöðuvatni þegar það skiptist af einhverjum ástæðum í tvö vötn, og þannig mætti lengi telja.

Ytri aðstæður eins og loftslag, landslag og annað umhverfi hafa mikil áhrif á þróun tegundanna sem felur í sér að þær laga sig eftir aðstæðum. Þess vegna er eðlilegt að þróun tegunda sem lifa við mismunandi aðstæður verði innbyrðist mjög ólík, og það á einmitt við um hinar ýmsu tegundir manna og apa.

Hægt er að finna fleir svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....