
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar skrifaði undir samstarfssamning við Vísindavef HÍ. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um samstarf um vandaða og nútímalega vísindamiðlun til almennings. Magnús Diðrik Baldursson, formaður stjórnar Vísindavefsins, og Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins, undirrituðu samninginn fyrir hönd Vísindavefsins.