Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?

JGÞ

Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar.

Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er væntanlega aðeins að lýsa því yfir að hann ofsalega svangur.

En er hægt að taka orðalagið bókstaflega? Er hægt að éta heilan hest?


Mundu einhverjir vilja borða hrossajöt af þessum diski?

Já, það er sennilega hægt að éta heilan hest, þó ekki í heilu lagi, né í einni og sömu máltíðinni. Það sjá líklega allir í hendi sér að enginn gleypir hest í einum munnbita og ómögulegt er að torga 350-450 kílóa skepnu í einni máltíð. Ef við tækjum hestinn í skömmtum, til dæmis eitt kíló á dag, þá tæki það okkur um eitt ár að torga heilu hrossi. Væntanlega þyrftum við að mala hófa og bein niður í góðri matvinnsluvél ef við ætluðum að ljúka við hestinn allan. Eins er líklegt að við þyrftum að forvinna eitthvað fax og tagl áður en við hesthúsuðum því.

Við viljum þó taka skýrt fram að við ráðleggjum engum að reyna þetta, hvort sem menn tækju árið í það eða lengri tíma. Í staðinn bendum við lesendum okkar á svör um hollt mataræði og fróðlegt svar um hrossakjötsát:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Úlfar Björnsson Árdal, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7230.

JGÞ. (2008, 12. mars). Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7230

JGÞ. „Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7230>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?
Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar.

Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er væntanlega aðeins að lýsa því yfir að hann ofsalega svangur.

En er hægt að taka orðalagið bókstaflega? Er hægt að éta heilan hest?


Mundu einhverjir vilja borða hrossajöt af þessum diski?

Já, það er sennilega hægt að éta heilan hest, þó ekki í heilu lagi, né í einni og sömu máltíðinni. Það sjá líklega allir í hendi sér að enginn gleypir hest í einum munnbita og ómögulegt er að torga 350-450 kílóa skepnu í einni máltíð. Ef við tækjum hestinn í skömmtum, til dæmis eitt kíló á dag, þá tæki það okkur um eitt ár að torga heilu hrossi. Væntanlega þyrftum við að mala hófa og bein niður í góðri matvinnsluvél ef við ætluðum að ljúka við hestinn allan. Eins er líklegt að við þyrftum að forvinna eitthvað fax og tagl áður en við hesthúsuðum því.

Við viljum þó taka skýrt fram að við ráðleggjum engum að reyna þetta, hvort sem menn tækju árið í það eða lengri tíma. Í staðinn bendum við lesendum okkar á svör um hollt mataræði og fróðlegt svar um hrossakjötsát:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....