Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

ÞV

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og það er kallað, það er að segja að taka til sín súrefni úr loftinu sem hvarfast síðan við kolefni og önnur efni í fæðunni þannig að veruleg orka myndast. Svona brunahvörf eru einmitt eitt einfaldasta dæmið sem við þekkjum um efnahvörf sem losa mikla orku.

En til þess að þetta gerist þarf súrefni að vera fyrir hendi í lofthjúpnum. Á fyrsta skeiði lífs á jörðinni var það ekki enda voru lífverur af þessu tagi þá ekki til. En þær lífverur sem þá lifðu byggðu einmitt upp súrefni í lofthjúpnum rétt eins og plönturnar í kringum okkur gera enn. Við eigum því þessum lífverum mikið að þakka.

En svarið við spurningunni er það að við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, halda ýmiss konar starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu og heilastarfsemi, og svo auðvitað í starfsemi vöðvanna sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Eins og spyrjandi greinilega veit lifir maður ekki lengi ef hann fær ekki súrefni, heldur kafnar hann, samanber til dæmis fólk sem drukknar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.3.2008

Spyrjandi

Kormákur Marðarson, f. 1993

Tilvísun

ÞV. „Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2008. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7235.

ÞV. (2008, 13. mars). Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7235

ÞV. „Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2008. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7235>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?
Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og það er kallað, það er að segja að taka til sín súrefni úr loftinu sem hvarfast síðan við kolefni og önnur efni í fæðunni þannig að veruleg orka myndast. Svona brunahvörf eru einmitt eitt einfaldasta dæmið sem við þekkjum um efnahvörf sem losa mikla orku.

En til þess að þetta gerist þarf súrefni að vera fyrir hendi í lofthjúpnum. Á fyrsta skeiði lífs á jörðinni var það ekki enda voru lífverur af þessu tagi þá ekki til. En þær lífverur sem þá lifðu byggðu einmitt upp súrefni í lofthjúpnum rétt eins og plönturnar í kringum okkur gera enn. Við eigum því þessum lífverum mikið að þakka.

En svarið við spurningunni er það að við notum súrefnið í hvers konar bruna í líkamanum, til þess að halda á okkur hita, halda ýmiss konar starfsemi líffæra gangandi, svo sem hjartslætti, meltingu og heilastarfsemi, og svo auðvitað í starfsemi vöðvanna sem gera okkur kleift að hreyfa okkur. Eins og spyrjandi greinilega veit lifir maður ekki lengi ef hann fær ekki súrefni, heldur kafnar hann, samanber til dæmis fólk sem drukknar....