Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?

Rakel Ýr Ottósdóttir, Róbert Orri Friðriksson og Vilhjálmur Páll Thorarensen

Vegna þyngdarkraftsins falla flestir hlutir til jarðar. Hann gefur öllum hlutum sömu hröðun og hraða ef hann er einn að verki. Ef steinn og fjöður eru látin falla samtímis til jarðar úr sömu hæð fellur steinninn á jörðinni á undan, ekki af því að hann er þyngri heldur vegna þess að hlutfallslega meiri loftmótstaða verkar á fjöðrina; hún er bæði léttari í sér og allt öðru vísi í laginu, hún rekst á fleiri loftsameindir en steinninn og það hægir á fallinu. Fallhlífar virka þannig að þær breikka út til þess að rekast á sem mest loft, með öðrum orðum til að fá eins mikla loftmótstöðu og hægt er, til að hægja á fallinu og virka gegn þyngdarkraftinum.

Elsta þekkta heimild um hugmynd að fallhlíf er ítölsk teikning frá áttunda áratug 15. aldar. Á henni má sjá mann í lausu lofti hangandi í keilulaga tjaldi sem fest er á krosslaga grind. Einhvers konar festingar eru frá endum grindarinnar og í belti sem er um mitti mannsins. Ekki er vitað hver gerði þessa teikningu.

Fáeinum árum seinna, líklega um 1485, gerði ítalski uppfinninga- og listamaðurinn Leonardó da Vinci (1452–1519) betur útfærða teikningu af fallhlíf. Á teikningu Leonardós er ramminn ferningslaga og tjaldið hefur þess vegna píramítalögun í stað keilulögunar. Ekki er vitað hvort da Vinci þekkti til fyrri teikningarinnar eða þeirrar hugmyndar sem þar kom fram.

Elsta þekkta mynd af fallhlíf, frá um eða eftir 1470. Höfundur er ítalskur en óþekktur.

Undir lok 16. aldar setti króatíski fjölfræðingurinn Faust Vrančić (1551–1617) fram sína hugmynd af fallhlíf sem hann byggði á hugmynd Leonardós. Því var lengi vel trúað og haldið fram í ritum að Vrančić hefði smíðað fallhlíf og prófað uppfinningu sína árið 1617 og þar með verið sá fyrsti sem reyndi fallhlífarstökk. Þetta hefur þó ekki reynst rétt og engar áreiðanlegar heimildir fyrir því að nokkur hafi prófað fallhlíf Vrančić.

Frakkinn Louis-Sébastien Lenormand (1757–1837) á heiðurinn af fyrsta fallhlífarstökkinu. Nokkur vitni voru að því þegar hann sveif niður úr stjörnuskoðunarturninum í Montpellier árið 1783. Hann er líka talinn höfundur orðsins parachute sem notað er yfir fallhlíf á ýmsum erlendum málum.

Louis-Sébastien Lenormand svífur niður af stjörnuskoðunarturninum í Montpellier. Teikning frá seinni hluta 19. aldar.

Áfram hélt þróun fallhlífarinnar, hætt var að festa hana á ramma, farið var að nota léttara efni, fyrst silki og síðan nælon og brjóta hana saman í tösku sem hægt er að hafa á bakinu. Lagið hefur líka breyst og þróast. Áður fyrr höfðu allar fallhlífar kringlótt lag en í dag eru fallhlífar sem fallhlífarstökkvarar nota yfirleitt ferkantaðar. Það gerir fallhlífarstökkvaranum kleift að stýra fallhlífinni, ef hæð og svif fallhlífarinnar gefur svigrúm til þess.

Fallhlífar hafa verið notaðar í ýmsum tilgangi. Í fyrri og sérstaklega seinni heimsstyrjöldinni, voru þær bæði notaðar til þess að bjarga flugmönnum þegar vélar þeirra voru skotnar niður og eins til þess að koma hermönnum á svæði sem voru óaðgengileg á annan hátt af einhverjum ástæðum.

Fallhlífar hafa líka verið notaðar til þess að koma hjálpargögnum, mat og búnaði á hamfarasvæði, til dæmis eftir jarðskjálfta eða flóð. Þá eru ákveðnar gerðir af fallhlífum notaðar til þess að hægja á hlutum eins og orrustuflugvélum og geimskutlum við lendingu. En þekktast er sjálfsagt að nota fallhlífar til þess að stökkva sér til skemmtunar úr flugvél og svífa til jarðar.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

28.6.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Rakel Ýr Ottósdóttir, Róbert Orri Friðriksson og Vilhjálmur Páll Thorarensen. „Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2016, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72373.

Rakel Ýr Ottósdóttir, Róbert Orri Friðriksson og Vilhjálmur Páll Thorarensen. (2016, 28. júní). Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72373

Rakel Ýr Ottósdóttir, Róbert Orri Friðriksson og Vilhjálmur Páll Thorarensen. „Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2016. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp fallhlífina og til hvers eru fallhlífar notaðar?
Vegna þyngdarkraftsins falla flestir hlutir til jarðar. Hann gefur öllum hlutum sömu hröðun og hraða ef hann er einn að verki. Ef steinn og fjöður eru látin falla samtímis til jarðar úr sömu hæð fellur steinninn á jörðinni á undan, ekki af því að hann er þyngri heldur vegna þess að hlutfallslega meiri loftmótstaða verkar á fjöðrina; hún er bæði léttari í sér og allt öðru vísi í laginu, hún rekst á fleiri loftsameindir en steinninn og það hægir á fallinu. Fallhlífar virka þannig að þær breikka út til þess að rekast á sem mest loft, með öðrum orðum til að fá eins mikla loftmótstöðu og hægt er, til að hægja á fallinu og virka gegn þyngdarkraftinum.

Elsta þekkta heimild um hugmynd að fallhlíf er ítölsk teikning frá áttunda áratug 15. aldar. Á henni má sjá mann í lausu lofti hangandi í keilulaga tjaldi sem fest er á krosslaga grind. Einhvers konar festingar eru frá endum grindarinnar og í belti sem er um mitti mannsins. Ekki er vitað hver gerði þessa teikningu.

Fáeinum árum seinna, líklega um 1485, gerði ítalski uppfinninga- og listamaðurinn Leonardó da Vinci (1452–1519) betur útfærða teikningu af fallhlíf. Á teikningu Leonardós er ramminn ferningslaga og tjaldið hefur þess vegna píramítalögun í stað keilulögunar. Ekki er vitað hvort da Vinci þekkti til fyrri teikningarinnar eða þeirrar hugmyndar sem þar kom fram.

Elsta þekkta mynd af fallhlíf, frá um eða eftir 1470. Höfundur er ítalskur en óþekktur.

Undir lok 16. aldar setti króatíski fjölfræðingurinn Faust Vrančić (1551–1617) fram sína hugmynd af fallhlíf sem hann byggði á hugmynd Leonardós. Því var lengi vel trúað og haldið fram í ritum að Vrančić hefði smíðað fallhlíf og prófað uppfinningu sína árið 1617 og þar með verið sá fyrsti sem reyndi fallhlífarstökk. Þetta hefur þó ekki reynst rétt og engar áreiðanlegar heimildir fyrir því að nokkur hafi prófað fallhlíf Vrančić.

Frakkinn Louis-Sébastien Lenormand (1757–1837) á heiðurinn af fyrsta fallhlífarstökkinu. Nokkur vitni voru að því þegar hann sveif niður úr stjörnuskoðunarturninum í Montpellier árið 1783. Hann er líka talinn höfundur orðsins parachute sem notað er yfir fallhlíf á ýmsum erlendum málum.

Louis-Sébastien Lenormand svífur niður af stjörnuskoðunarturninum í Montpellier. Teikning frá seinni hluta 19. aldar.

Áfram hélt þróun fallhlífarinnar, hætt var að festa hana á ramma, farið var að nota léttara efni, fyrst silki og síðan nælon og brjóta hana saman í tösku sem hægt er að hafa á bakinu. Lagið hefur líka breyst og þróast. Áður fyrr höfðu allar fallhlífar kringlótt lag en í dag eru fallhlífar sem fallhlífarstökkvarar nota yfirleitt ferkantaðar. Það gerir fallhlífarstökkvaranum kleift að stýra fallhlífinni, ef hæð og svif fallhlífarinnar gefur svigrúm til þess.

Fallhlífar hafa verið notaðar í ýmsum tilgangi. Í fyrri og sérstaklega seinni heimsstyrjöldinni, voru þær bæði notaðar til þess að bjarga flugmönnum þegar vélar þeirra voru skotnar niður og eins til þess að koma hermönnum á svæði sem voru óaðgengileg á annan hátt af einhverjum ástæðum.

Fallhlífar hafa líka verið notaðar til þess að koma hjálpargögnum, mat og búnaði á hamfarasvæði, til dæmis eftir jarðskjálfta eða flóð. Þá eru ákveðnar gerðir af fallhlífum notaðar til þess að hægja á hlutum eins og orrustuflugvélum og geimskutlum við lendingu. En þekktast er sjálfsagt að nota fallhlífar til þess að stökkva sér til skemmtunar úr flugvél og svífa til jarðar.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...