Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?

Guðrún Kvaran

Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var tekið að láni úr lágþýsku eða miðhollensku.


Harold Lloyd hangir á stóra vísinum á klukku í myndinni Safety Last (1923).

Miðlágþýska og miðhollenska fengu orðið að láni úr fornfrönsku ore, hore sem aftur fékk það úr latínu hōra ‘klukkustund’. Upphaflega kemur orðið úr grísku hōra ‘stund, klukkustund’. Ástæða þess að farið var að nota orðið fyrir ‘stund, klukkustund’ um hlutinn sem mælir stundina er rakin til stílbragða í klassískri grískri mælskulist (nafnhvarfa) þar sem eitt hugtak er táknað með öðru skyldu.

Orðið klukka er gamalt í málinu um kirkjuklukkur en yngra í merkingunni ‘tímamælir, úr’. Þar hefur merkingin færst af kirkjuklukku yfir á slagklukku (stand-, vegg- eða borðklukku sem slær reglulega) og þaðan yfir á klukku sem menn bera á sér.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.3.2008

Spyrjandi

Atli Ágústsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7239.

Guðrún Kvaran. (2008, 14. mars). Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7239

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7239>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?
Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var tekið að láni úr lágþýsku eða miðhollensku.


Harold Lloyd hangir á stóra vísinum á klukku í myndinni Safety Last (1923).

Miðlágþýska og miðhollenska fengu orðið að láni úr fornfrönsku ore, hore sem aftur fékk það úr latínu hōra ‘klukkustund’. Upphaflega kemur orðið úr grísku hōra ‘stund, klukkustund’. Ástæða þess að farið var að nota orðið fyrir ‘stund, klukkustund’ um hlutinn sem mælir stundina er rakin til stílbragða í klassískri grískri mælskulist (nafnhvarfa) þar sem eitt hugtak er táknað með öðru skyldu.

Orðið klukka er gamalt í málinu um kirkjuklukkur en yngra í merkingunni ‘tímamælir, úr’. Þar hefur merkingin færst af kirkjuklukku yfir á slagklukku (stand-, vegg- eða borðklukku sem slær reglulega) og þaðan yfir á klukku sem menn bera á sér.

Mynd:...