Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ATP?

Þuríður Þorbjarnardóttir

ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans.

Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna eru mjög orkurík. Í því felst að það krefst mikillar orku að mynda tengin og sú orka losnar aftur þegar þau rofna.

Við efnaskipti frumna eru sumar efnabreytingar orkugæfar (útvermnar) og aðrar orkukræfar (innvermnar). Til að nýta orku vel eru þær tengdar saman og kemur þá ATP við sögu sem milliliður. Orkan sem losnar við orkugæfa efnabreytingu er nýtt til að tengja fosfathóp við efnasambandið adenósín tvífosfat (ADP - tveir fosfathópar en ekki þrír) og þá myndast ATP. Þar er orkan geymd í efnatenginu milli annars og þriðja fosfathópsins. Orkukræf efnabreyting nýtir á hinn bóginn orkuna sem losnar við það að þetta sama tengi rofnar. Í rauninni er þá verið að nýta orkuna sem losnaði við orkugæfu efnabreytinguna en hún hefur verið geymd í ATP þar til hennar var þörf.



Þegar glúkósa sem við fáum úr fæðunni er sundrað losnar orka. Líkaminn getur geymt þessa orku með því að tengja fosfathóp (P) við ADP og mynda ATP.

ATP er því nokkurs konar orkubanki frumnanna. Bankasamlíkingin felst í því að þegar orka losnar í frumu er hún nýtt til að mynda ATP, orka er sem sagt lögð inn í ATP. Þar geymist hún þar til fruman þarf á orku að halda. Þá er orkan tekin út úr bankanum með því að rjúfa ATP í ADP og fosfathóp. Í hvora áttina efnabreyting milli ATP og ADP gengur fer eftir ástandi frumunnar á hverjum tíma og er því stjórnað af ensímum sem eru hvatar í frumum.

Ein meginástæða þess að við þurfum að fá fosfór sem steinefni úr mat er sú að hann er hráefni til myndunar á þessum adenósín fosfötum, en þau eru lífsnauðsynleg í öllum orkubúskap lífvera.

Mynd: Að grunninum til er myndin af vef Gresham High School: ATP and Cell Energy en íslenskuð og lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Útgáfudagur

27.3.2008

Spyrjandi

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson
Ingibjörg Írisarsdóttir
Reynir Jónsson
Guðný Riba

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ATP?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2008, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7257.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 27. mars). Hvað er ATP? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7257

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ATP?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2008. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7257>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ATP?
ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans.

Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna eru mjög orkurík. Í því felst að það krefst mikillar orku að mynda tengin og sú orka losnar aftur þegar þau rofna.

Við efnaskipti frumna eru sumar efnabreytingar orkugæfar (útvermnar) og aðrar orkukræfar (innvermnar). Til að nýta orku vel eru þær tengdar saman og kemur þá ATP við sögu sem milliliður. Orkan sem losnar við orkugæfa efnabreytingu er nýtt til að tengja fosfathóp við efnasambandið adenósín tvífosfat (ADP - tveir fosfathópar en ekki þrír) og þá myndast ATP. Þar er orkan geymd í efnatenginu milli annars og þriðja fosfathópsins. Orkukræf efnabreyting nýtir á hinn bóginn orkuna sem losnar við það að þetta sama tengi rofnar. Í rauninni er þá verið að nýta orkuna sem losnaði við orkugæfu efnabreytinguna en hún hefur verið geymd í ATP þar til hennar var þörf.



Þegar glúkósa sem við fáum úr fæðunni er sundrað losnar orka. Líkaminn getur geymt þessa orku með því að tengja fosfathóp (P) við ADP og mynda ATP.

ATP er því nokkurs konar orkubanki frumnanna. Bankasamlíkingin felst í því að þegar orka losnar í frumu er hún nýtt til að mynda ATP, orka er sem sagt lögð inn í ATP. Þar geymist hún þar til fruman þarf á orku að halda. Þá er orkan tekin út úr bankanum með því að rjúfa ATP í ADP og fosfathóp. Í hvora áttina efnabreyting milli ATP og ADP gengur fer eftir ástandi frumunnar á hverjum tíma og er því stjórnað af ensímum sem eru hvatar í frumum.

Ein meginástæða þess að við þurfum að fá fosfór sem steinefni úr mat er sú að hann er hráefni til myndunar á þessum adenósín fosfötum, en þau eru lífsnauðsynleg í öllum orkubúskap lífvera.

Mynd: Að grunninum til er myndin af vef Gresham High School: ATP and Cell Energy en íslenskuð og lagfærð af ritstjórn Vísindavefsins....