Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘peningalaus, blankur, krunk’ (1982:70). Að vera krunk og að vera blankur merkir því það sama, það er að eiga ekki grænan eyri.
Þessi maður er alveg krunk og á ekki grænan eyri.
Í Íslenskri orðabók frá 2002 er krunk ekki gefið í þessari merkingu, aðeins um hrafnsgargið og ekki er þess getið í Íslenskri orðsifjabók. Mér dettur helst í hug að hér slái saman danska tökuorðinu kruk og enska/ameríska skammaryrðinu krunk (sjá Urban Dictionary á Netinu undir orðinu krunk).
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7258.
Guðrún Kvaran. (2008, 27. mars). Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7258
Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7258>.