Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?

Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli.

Í málvísindum er orðræða notuð í merkingunni ‘samfellt mál með mörgum setningum’ og er þýðing á enska fræðiheitinu language discourse. Fræðigreinin orðræðugreining (á ensku discourse analysis) er sameiginlegt heiti fyrir margvíslegar aðferðir til þess að rannsaka og greina texta, textabúta eða brot úr samtöl.

Bent er á ágæta umfjöllun um orðræðu í Íslenskri tungu III:679–684. (Reykjavík 2005).

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Að undanförnu hef ég tekið eftir orðinu "orðræða" í fjölmörgum blaðagreinum, en hef ekki getað fundið góða útskýringu á merkingu þess eða hvernig það skuli notað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

28.3.2008

Spyrjandi

Bjarni Baldursson
Andrés Jónsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2008. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=7261.

Guðrún Kvaran. (2008, 28. mars). Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7261

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2008. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7261>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.