Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins

Ritstjórn Vísindavefsins

Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna.

Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætti sem hægt er að staðreyna, til dæmis um útgjöld til ýmissa málaflokka svo sem heilbrigðis- og menntamála.

Ef lesendur sjá fullyrðingar af hálfu stjórnmálamanna eða stjórnmálaflokka sem þeim þykir ástæða til að sannreyna frekar, geta þeir spurt sérfræðinga Vísindavefsins álits.

Lesendur eru einnig hvattir til að senda inn spurningar um þau samfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Reynt verður að hafa svör við spurningum stutt og hnitmiðuð og ekki verður farið út í umfangsmikla túlkun og greiningu í svörunum.

Alþingishúsið við Austurvöll.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, sér um faglega ritstjórn svaranna ásamt Jóni Gunnari Þorsteinssyni, ritstjóra Vísindavefsins.

Í ritnefnd staðreyndavaktar Vísindavefsins eru: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði við HÍ, Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ og Páll Jakobsson, prófessor í stjarneðlisfræði við HÍ.

Hægt er að senda inn spurningar með því að smella á græna hnappinn Sendu inn spurningu á forsíðu Vísindavefsins.

Mynd:

Útgáfudagur

7.9.2016

Síðast uppfært

25.4.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn, 7. september 2016, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72615.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2016, 7. september). Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72615

Ritstjórn Vísindavefsins. „Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2016. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72615>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins
Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna.

Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætti sem hægt er að staðreyna, til dæmis um útgjöld til ýmissa málaflokka svo sem heilbrigðis- og menntamála.

Ef lesendur sjá fullyrðingar af hálfu stjórnmálamanna eða stjórnmálaflokka sem þeim þykir ástæða til að sannreyna frekar, geta þeir spurt sérfræðinga Vísindavefsins álits.

Lesendur eru einnig hvattir til að senda inn spurningar um þau samfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Reynt verður að hafa svör við spurningum stutt og hnitmiðuð og ekki verður farið út í umfangsmikla túlkun og greiningu í svörunum.

Alþingishúsið við Austurvöll.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ, sér um faglega ritstjórn svaranna ásamt Jóni Gunnari Þorsteinssyni, ritstjóra Vísindavefsins.

Í ritnefnd staðreyndavaktar Vísindavefsins eru: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði við HÍ, Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ og Páll Jakobsson, prófessor í stjarneðlisfræði við HÍ.

Hægt er að senda inn spurningar með því að smella á græna hnappinn Sendu inn spurningu á forsíðu Vísindavefsins.

Mynd:

...