- Að hlátur sé tjáning á yfirburðum okkar gagnvart öðrum, til dæmis keppinautum okkar.
- Að við hlæjum vegna einhvers konar ósamræmis, til dæmis vegna rökleysu í tungumálinu.
Ungversk-breski sálfræðingurinn Arthur Koestler smíðaði kenningu sem samræmir þessar tvær. Koestler taldi að hlátur spretti fyrst og fremst af árekstri ólíkra orðræðna.
Orðaleikir og útúrsnúningar eru gott dæmi um þennan árekstur orðræðna. Í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?, sem þetta svar byggir einmitt á, er tekið dæmi um þennan árekstur með því að greina einfaldan brandara sem hljóðar svona:Af hverju opna Hafnfirðingar alltaf mjólkurfernur úti í búð? Vegna þess að það stendur „Opnist hér“ á þeim.Greining Unnars er á þessa leið:
Orðið „hér“ á sér tvær mögulegar merkingar eftir orðræðum, annars vegar þeirri sem fylgir félagslega gjörningnum að fara í búð, að vera „hér“ í búðinni, hinsvegar orðræðu fernunnar sjálfrar, „hér“ er þá flipinn á fernunni sem við opnum með. „Hér“ er hlekkurinn sem tengir orðræðurnar saman, árekstrarpunkturinn. „Opnist hér“ verður að tveimur setningum, önnur lesin í búðinni, hin heima í eldhúsi.Heimildir og frekara lesefni:
- Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við? eftir Unnar Árnason
- Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra? eftir Unnar Árnason Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað? eftir Unnar Árnason
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.